Leita í fréttum mbl.is

Eins smells undur: David McWilliams

David%20with%20whiskersDavid McWilliams heitinn, fæddist í Belfast á Írlandi árið 1945. David þessi var þessi týpíski singer/songwriter a la Donovan og Bob Dylan en að margra mati var hann ekki nógu “orginal”. Árið 1966 kom hans fyrsti singull og eftir það tók Phil Solomon, landi hans sem hafði m.a. umbað fyrir Them og Bachelors, við stjórninni og reyndi að koma David á framfæri. Ári síðar tók David upp heilar þrjár breiðskífur (allt á árinu 1967) og pródúserinn var ekki af verri sortinni, Mike Leander sem m.a. hafði pródúserað Marianne Faithfull.  En, allt kom fyrir ekki, það var aðeins eitt lag sem náði einhverjum vinsældum af ráði og það var lagið sem hann er þekktur fyrir, “The days of Pearly Spencer”. Lagið var spilað grimmt á bresku útvarpsstöðvunum en einhverja hluta vegna náði það ekki miklum hæðum á vinsældarlistunum. Lagið var hins vegar mjög vinsælt í Belgíu, Hollandi, Frakklandi og á Ítalíu.

Lagið sjálft er stórgott, mjög myrkt yfir því og sinfóníu-stemmarinn með vælandi fiðlurnar gefur því skemmtilegan svip. Þetta er í anda þeirrar “sækadelíu” sem var í gangi á þessum tíma (um 1967).

Sögur herma að David hafi aldrei litið á sig sem stjörnu, þó svo að hann væri að spila fyrir fullu húsi á föstudagskvöldi þá lét hann sig ekki vanta í leik með fótboltaliði sínu morguninn eftir í laugardagsdeildinni í heimabæ sínum. David hélt áfram að búa til tónlist á 8. áratugnum en án teljandi vinsælda. David lést árið 2002.

[Heimasíða aðdáendaklúbbs David McWilliams]

Getraun
Og ein lauflétt getraun í helgarlok.... það er lag hérna í tónlistarspilaranum hér til hægri merkt "xxxxx-xxxxx". Það má auðvitað deila um hvort þetta sé eins smells undur, í mínum augum og eyrum er það svo. Allavega, þá spyr ég um lagaheiti, hljómsveit og hvaðan þeir eru (borg og land).

Þeir sem hafa áhuga geta svarað í kommentakerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagið er Ghost Town með The Specials og mig minnir að þeir hafi komið frá Coventry

egill (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 12:40

2 identicon

Message To You Rudy komst í 10. sætið 1979 - sum staðar sagt 7. sætið  http://www.thespecials.com/lyricview.php?sid=1

Gangsters komst í 6 sætið, segir á sama vef og sennilega voru þetta enn fleiri lög.

Nánar: http://www.thespecials.com/history.php

AG Hagan (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband