4.3.2007 | 13:01
Excerpt From a Teenage Opera

Sjá myndbandið á Youtube.
Þrjú með sama flytjandanum: The Kinks

- I go to sleep: þetta er tekið upp í maí 1965 en kemur ekki út fyrr en að platan "Kinda Kinks" er gerð að cd árið 1998, og þá er lagið sett inn ásamt mörgum öðrum sem bónuslög. Lagið kom fyrst út með Peggy Lee árið 1965. Virkilega einfalt og gott lag hér á ferð - þess má geta að The Pretenders koveruðu lagið síðar meir.
- Set me free: kom út í maí 1965 sem a-hliðar síngull, á b-hliðinni var "I need you". Þetta er mesti "hittarinn" af þessum þremur lögum, Dave litli bróðir kemur sterkur inn í byrjun með vælandi gítarinn.
- See my friends: kom út í júlí 1965 sem, einnig sem a-hliðar síngull, á b-hliðinni var "Never met a girl like you before" (nei ekki sama lag og Edwyn Collins gerði vinsælt 90s!) Það er einhver hrikalega flottur hljómur í þessu lagi, einhver "sækadelía" sem hrífur mig - flott lag.
Það er enginn vafi á því að The Kinks eru einir af mestu áhrifavöldum rokksögunnar, Ray Davies er af mörgum talinn eitt besta söngvaskáld sögunnar og tek ég glaður undir það. Hann hefur haft áhrif á nýbylgjubönd eins og The Pretenders og The Jam, brittpoppara eins og Blur, Oasis og Pulp og svo nýrri sveitir eins og Franz Ferdinand og The Killers.
Og smá bónus... hér getið þið séð Kinks flytja "See my friends", í boði Youtube:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.