Leita í fréttum mbl.is

Eins smells undur: M

Hver man ekki eftir laginu “Pop Muzik” frá árinu 1979? Breski tónlistarmaðurinn Robin Scott kaus að kalla sig “M” og gerði þetta lag ódauðlegt undir lok 8. áratugarins. Spekingar segja að þetta hafi verið fyrsti vinsæli rafpopptónlistarsmellurinn sem vert er að tala um í tónlistarsögunni. (Hlustið á lagið hér til hægri)

PopMuzik Scott nam við Croydon listaskólann í Suður-Lundúnum og fór að fikta við þjóðlagatónlist í lok 60s. Hann gaf út plötu hjá plötuútgefandanum Head Records sem fór svo á hausinn. Scott reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum tónlistarinnar á fyrri parti 8. áratugarins en án árangurs. Hann gerðist því umboðsmaður og upptökustjóri hljómsveitarinnar Roogalator, stofnaði sitt eigið plötufyrirtæki, Do-It Records, sem gaf m.a. út fyrstu breiðskífu Adam and the Ants.

Scott flutti til Parísar árið 1978, þar pródúseraði hann meðal annars kvennapönksveitina Slits. Um svipað leyti skaut listamannsnafnið M upp kollinum og hann sendi frá sér lagið “Moderne Man” sem reyndar floppaði. Næsta lag sem M sendi frá sér varð hins vegar mega hittari, “Pop Muzik”, rafpoppaður danssmellur þar sem að Scott notaði tækifærið og leit um öxl og gerði upp 25 ára sögu popptónlistarinnar. Smellurinn gjörsigraði heiminn.


Það var auðvitað ráðist í það að gera breiðskífu og úr varð “New York-London-Paris-Munich”. Frægðarsól M dvínaði á mjög skömmum tíma – hann maldaði í móinn með nokkrum sínglum og breiðskífum sem náðu aldrei í þær hæðir sem “Pop Muzik” gerði.

Síðast fréttist af Scott búandi til afríska tónlist.

Og ein getraun í lokin...
Í tónlistarspilaranum hér til hægri er að finna lag merkt xxxxx-xxxxx. Sá flytjandi er einnig eins smells undur og varð lagið nokkuð vinsælt í gamla daga. Ég spyr einfaldlega: hvað heitir lagið, hver flytur og hvaða ár erum við að tala um? Svarið endilega í athugasemdadálkinn hér fyrir neðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagið heitir Grocer Jack (eða Excerpts from A teenage opera) og er sennilegast sungið af Keith West, stjórnandi var Mark Wirtz. Tekið upp 1966 eða '67 en diskurinn í heild sinni (Teenage Opera) var gefinn út 1996.

-Ómar Sigurvin 

Ómar Sigurvin (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 14:01

2 identicon

mér hefur alltaf fundist þetta lag vera afsprengi devo, man að ég leitaði uppi allt með hljómsveitinni m og fann ekkert sniðugt nema þetta lag

steinar (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:33

3 identicon

árið 1983 komu Huey Lewis and the News með smellinn I want a new drug og og 1984 kom Ray Parker jr. með ofursmelllinn Ghostbusters úr samnefndri mynd. þegar Huey kærði Ray fyrir lagastuld ku Ray hafa tautað að ef hann ætti að borga Huey þá ættu þeir báðir að borga M.
Björn Einarsson.

Björn Einarsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 685

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband