25.1.2007 | 21:44
Vel heppnaðar endurgerðir
Það getur eiginlega hvaða tónlistarmaður sem er tekið lag, sem áður hefur komið út, og spilað það nokkuð eins og upprunulega útgáfan er. Mér hefur fundist það, í flestum tilvikum, vera algjörlega tilgangslaust. Þarna erum við að tala um "cover".
Svo eru aðrir sem taka áður útgefið lag og gera það að sínu, þ.e.a.s. breyta því (innan skynsamlegs ramma) og túlka það á sinn hátt. Það er svokallað "remake", eða á góðri íslensku endurgerð. Það eru til mörg virkilega góð dæmi um þetta og dettur mér strax tvö í hug:
"Let´s dance" með David Bowie og síðar M WardLagið Let´s dance kom út á samnefndri plötu með David Bowie árið 1983. Ég hef aldrei sérstaklega fílað þetta lag, allavega ekki í póst-diskó fíling Bowie. Nákvæmlega 20 árum síðar gefur M Ward út sína aðra plötu, "Transfiguration of Vincent" og þar er hans útgáfa af "Let´s dance". Þarna erum við að tala um þvílíka umbreytingu, fyrst þegar ég heyrði útgáfu M Ward þá var það ekki fyrr en lagið var að verða hálfnað að ég fattaði að þetta var "Let´s dance". Virkilega magnað.
Hlustið á útgáfu M Ward í tónlistarspilaranum hér til hægri -->
Let´s dance með M Ward, live upptaka [youtube]
Let´s dance með David Bowie, myndband [youtube]
M Ward [myspace] (þar er m.a. hægt að heyra útgáfu hans af "Girl from the north country", gamalt Bob Dylan lag.
"Mad World" med Tears for fears og síðar Gary JulesÉg var rosalegur Tears for fears-maður í gamla daga, lög eins og "Shout" og "Sowing the seeds of love" voru í miklu uppáhaldi sem og auðvitað "Mad world". Lagið er frá árinu 1983 af plötunni "The Hurting". Gary nokkur Jules gerði svo sína útgáfu af laginu árið 2004. Gary Jules er frá San Diego og strögglaði í nokkur ár með hinum ýmsum hljómsveitum áður en hann samdi við plötuútgefandann A&M. Þeir gáfu út hans fyrstu plötu árið 1998, "Greetings from the side", hún fékk fína dóma en útgefandinn sinnti Gary ekki nóg og ekkert varð úr. A&M sparkaði Gary og fjórum árum síðar gaf hann sjálfur út plötuna "Trading snakeoil for wolftickets". Platan fékk fínar viðtökur en það var eiginlega ekki fyrr en árið 2004, þegar útgáfa hans af "Mad World" hljómaði í kvikmyndinni "Donnie Darko" að hann fékk almennilega athygli.
Þetta er gott dæmi um hvernig á að gera gamalt lag að sínu eigin. Hlustið á útgáfu Gary Jules í tónlistarspilaranum hér til hægri -->
Mad World með Gary Jules, myndband [youtube]
Mad World með Tears for fears, myndband [youtube]
Gary Jules [myspace]
Og eitt að lokum....
.... bara ef þið sáuð þetta ekki á sínum tíma. Ég var gjörsamlega orðlaus þegar ég sá gítarsólóið hans Prince, einhvern átti ég ekki von á þessu frá honum. (Ef þið nennið ekki að bíða, spólið þá á ca. 3:30). Vá hvað hann lét gítarinn "væla".
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Flæðir enn í kvikuganginn úr Svartsengi
- Tekinn með hálft kíló innvortis
- Óska eftir gögnum frá forsætisráðuneytinu
- Rannsókn málsins ekki breyst
- Gæti leitt til eldgoss við Reykjanestá
- Hótaði eftirlitsmanni ofbeldi
- Almannavarnastig fært af neyðarstigi á hættustig
- Aðalmeðferð hafin í menningarnæturmálinu
- Viðkvæmum persónuupplýsingum ljósmæðra dreift
- Rafrettur hafa áhrif á lungu, hjarta og heila
Erlent
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum
- Rubio og Rasmussen funda í vikunni
Íþróttir
- Gylfi hlaut yfirburðarkosningu
- Arsenal hefur viðræður við Evrópumeistarann
- Tíunda mark Norðmannsins laglegt (myndskeið)
- Víkingum spáð meistaratitlinum
- Tilbúin í sterkari deild
- Við ætlum að reyna að vinna ensku úrvalsdeildina
- Fimm leikir og fimm ára samningur
- Ég hefði ekki getað lokað hana inni
- Hrósaði stjörnunni í hástert
- Glæsimark Davíðs beint úr aukaspyrnu (myndskeið)
Athugasemdir
Hafði ekki séð þetta áður - svakalegt sóló. Varð að setja Raspberry Baret á eftir þetta "væl".
Kristjan
Kristjan (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.