Leita í fréttum mbl.is

Nýleg vídjó: Late of the Pier, The New Pornographers, Efterklang og Band of Horses

Íslands og Airwaves-vinirnir í Late of the Pier sendu frá sér nýlega myndband við lagið "The bears are coming". Þokkalega fríkað myndband og ágætis lag. Sveitin spilar svokallað "njúreif" (a la Klaxons) en undir miklum áhrifum frá mönnum eins og Gary Numan og Brian Eno.



Mér finnst reyndar "Bathroom gurgle" ennþá vera þeirra besta lag hingað til.

Myndband við eitt af bestu lögum plötunnar "The Challengers" með The New Pornographers fór nýlega í spilun, um er að ræða lagið "Myriad Harbour". Prýðis góð plata frá því fyrra með Nýju klámhundunum, var ekki langt frá því svo sem að komast á topp 10 listann minn yfir bestu erlendu plötur ársins 2007. Myndbandið markar svo sem engin tímamót í myndbandsgerðarlistinni, ágætt engu að síður.



Danska sveitin Efterklang var að senda fá sér myndband við lagið "Illuminant" (af plötunni "Parades" sem kom út í fyrra). Efterklang eru þessa stundina á allsherjar Evrópurússi, spiluðu m.a. á Nordklang-tónlistarhátíðinni í Sviss um daginn, ásamt m.a. Amiinu og Pétri Ben. Þessar sveitir (Efterklang og Amiina) tengjast reyndar svolítið saman þar sem að einn drengjanna í dönsku sveitinni og ein snótin í Amiinu hafa ruglað saman reitum í þó nokkur ár, eða allar götur frá því að tvær Amiinur spiluðu strengi fyrir þessa dönsku sveit um nokkurra ára skeið.



Lagið og myndbandið er í súrari kantinum, eins og reyndar margt sem þessi sveit hefur gert. Þeir eru reyndar þrusu góðir læv, mikil upplifun og visjúalið hjá þeim er í ruglinu (þ.e. mjög gott).

Og svona rétt í lokin, eitt af mínum uppáhalds lögum frá því í fyrra, "No one's gonna love you" með Band of Horses, spilað læv í þætti Conan O´Briens. Söngvarinn, Ben Bridwell, kannski ekki alveg að höndla þetta í lokin, fer svolítið út af sporinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Gott að það finnast fleiri en Árni Matt !

Næs......

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 689

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband