Leita í fréttum mbl.is

Geymt og grafið: nokkur 80s lög

Ákvað að dusta rykið af 80s safninu mínu og finna fram nokkur lög sem virðast einhvern veginn hafa fallið í gleymskunnar dá. Hér eru þrjú kvikindi valin af handahófi, en þau eiga það öll sameiginlegt að vera urrandi góð og hressandi.

If I was – Midge Ure
uvox_ure2James Ure (kallaður Jim, afturábak er Jim = Mij, sem verður Midge) er kannski frægastur fyrir að vera fronturinn í Ultravox (t.d. lagið “Vienna”) og fyrir að hafa samið “Do they know it´s christmas?” ásamt Bob Geldof. Það sem kannski færri muna eftir er að hann gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 1985 sem bar heitið “The Gift” og á henni var þetta ódauðlega lag, “If I was”.

Myndbandið við lagið er náttúrulega bara í takt við það sem var að gerast á þessum tíma, almenn hallærislegheit og tískuslys! Spurning samt um að ofnota ekki “pin impression”-effektinn um of í myndbandinu! Reyndar rifjar þetta upp gamla tíma þegar þetta dót var gríðarlegar vinsælt.

“If I was” er í spilaranum hér til hægri.



Love missile F1-11 – Sigue Sigue Sputnik
n95n-s57 Tónlist Sigue Sigue Sputnik (eða “Brenna, brenna, gervihnöttur”) er kannski best skilgreind sem glam-poppað cyperpönk, þessi sveit er nokkuð merkileg og vilja gárungarnir meina að hún sé meiri áhrifavaldur í tónlistarsögunni en gefið sé í skyn. Þá er kannski helst verið að tala um framkomu og heildarpakka frekar en einhverja tónlistarlega snilld. “Love missile F1-11” var fyrsti síngull sveitarinnar og fór í þriðja sæti breska listans og var lagið m.a. í hinnu geysivinsælu kvikmynd “Ferris Bueller’s day off”. Fyrsta plata sveitarinnar, sem og síngullinn, er pródúseraður af meistara Giorgio Moroder.

“Love missile F1-11” er í spilaranum hér til hægri.



Too late for goodbyes – Julian Lennon
396c_1Mér finnst skrýtið að þessi perla hans Julian hafi ekki lifað betur en raun ber vitni, þetta er einstaklega kunnuglegt sánd, Lennon-legt og með svona dass af UB40-ska/reggí áhrifum, sem sagt, steinliggur. Lagið er af fyrstu breiðskífu Julian og var þetta aðal hittari plötunnar. Julian er eins og flestir vita sonur John Lennon og fyrri konu hans, Cynthiu. Þetta lag er merkilegt fyrir þær sakir að Toots nokkur Thielemans leikur á munnhörpu í laginu, Toots er þekktur belgískur djazzari og var mikill áhrifavaldur fyrir John Lennon á Hamborgar-árunum svokölluðu. Þetta lag ætti að vera í nokkuð reglulegri spilun í útvarpi, allavega á Bylgjunni.

“Too late for goodbyes” er í spilaranum hér til hægri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sigue Sigue Sputnik er náttúrulega bara hrein snilld. Hélt mikið upp á þá og geri enn. Fyrir utan frumlegar og flottar útsetningar, áttu þeir bara ansi mörg góð lög.

Þú færð þumalinn upp fyrir þetta

Brjánn Guðjónsson, 17.1.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Átti aldrei Vienna en hinsvegar Rage in Eden sem ég hlustaði nokkuð mikið á, takk fyrir að minna á þessa ágætu sveit.

The Voice

Georg P Sveinbjörnsson, 17.1.2008 kl. 19:43

3 identicon

Já , Sigue Sigue voru kúl. Ég keypti mér Rauðan plastjakka og blés upp hárið, fannst stíllinn svo floooottturrrr. Man eftir að hafa lesið viðtal við höfuðpaurinn, þar sem hann hélt því fram að það skipti engu máli ef einn strengur á gítarnum hans slitnaði, því allir strengirnir væru stilltir á sama tón ;-) 

Annars stálu þeir nú miklu frá Suicide 

http://www.youtube.com/watch?v=7WqOMPakGCg&feature=related 

Magnus Gudmundsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 07:57

4 Smámynd: My Music

Varðandi Sigue Sigue Sputnik, þá er einmitt talað um Suicide og Yello sem mikla áhrifavalda fyrir þessa ágætu sveit. Maður heyrir alveg Suicide-líkinguna, kannski ekki mikið Yello ef maður skoðar þessi helstu lög sem flestir kannast við: "Oh yeah" og "The Race"! Kannski eitthvað meira í líkingu við það sem þeir voru að gera fyrr, t.d. þetta "Bostich" og "I love you"?

Varðandi Ultravox, já "The voice" er einnig fínt. Svo er náttúrulega mörg önnur ógleymanleg lög, má þar nefna "Dancing with tears in my eyes", "Hymn" (pródúserað af George Martin) og auvitað "Vienna" sem er auðvitað þeirra "hittari".

My Music, 18.1.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband