Leita í fréttum mbl.is

Héðan og þaðan.... (uppfært)

Blogg-andinn kannski ekki alveg kominn yfir mann á nýja árinu. Kannski að smá hrærigrautur hjálpi til við að koma manni í gang.

Árið 2007 að baki og ekkert splönkunýtt svo sem komið inn á borð til mín, ekki ennþá allavega. Þar til að það gerist er best að skoða það sem fyrir er í safninu og leyfa ykkur að njóta.

mmj Sækadelíu indí-kantrýrokkararnir í My Morning Jacket (MMJ) eru miklir snillingar, platan þeirra "It still moves" frá árinu 2003 fær reglulega spilun hérna hjá mér enda afbragðs eintak þar á ferð. Platan "Z" frá árinu 2005 hitti ekki eins mikið í mark hjá mér, von er á plötu frá þeim í júní á þessu ári. Þeir sem hafa séð Bob Dylan-myndina "I´m not there" muna kannski eftir þeim í einu Richard Gere-atriðinna þegar þeir taka lagið "Tonight I'll Be Staying Here With You" (uppfært: það er bara Jim James frontmaður úr MMJ sem kemur við sögu og er það sveitin Calexico sem er með honum, þeir taka lagið "Goin' to Acapulco" en ekki "Tonight I´ll be staying here with you" rétt skal vera rétt! Uppgötvaði þessi mistök mín er ég las bloggið hjá Kidda rokk), þeir komu sterkir inn þar. Best að skjóta inn einu lagi með MMJ, flest allt er frábært af plötunni "It still moves" en upphafslagið ber af, "Mahgeetah".

Lagið "Mahgeetah" er í spilaranum hér til hægri.



[mæspeis]

nick_lucas_bob_dylan_12_64 Talandi um Bob Dylan, best að að láta eitt gamalt og gott af "Freewheelin´" flakka. "Oxford town" er mikil ádeila á aðskilnaðarstefnuna í USA, þarna er Dylan að taka fyrir eitt sérstakt atriði þegar fyrsti svarti háskólaneminn sem fékk inngöngu í Missisippi-háskólanum ætlaði að mæta í tíma, allt varð vitlaust í skólanum og við Oxford-kampusinn, átök brutust út, Kennedy forseti sendi herinn til að róa mannskapinn og tveir létust meira að segja í átökunum. Hræðilegur atburður en flott lag og meistaralegur texti.

"Oxford town" er í spilaranum hér til hægri.

[web]

Höldum okkur við aðskilnaðarstefnu og baráttusöngva. "Reiði er orka" segja Johnny Rotten og félagar í Public Image Limited í laginu "Rise" frá árinu 1986. Alltaf jafn hressandi að heyra þetta lag af plötunni "Album", þ.e.a.s. ef þú átt hana á vínyl, annars hét hún "Cassette" sem snælda, eða þá "Compact disc" á CD. Allavega, þetta koncept þeirra var ekkert nýtt, pönk/nojs sveitin Flipper frá San Francisco hafði víst gert þetta áður og voru síður en svo kátir með þetta framtak hjá PiL, svo óhressir voru þeir að næsta plata Flipper eftir þessa uppákomu hét "Public Flipper Limited".
PiL þykja með merkilegustu póst-pönk sveitunum, ég hef ekki girt kyrfilega niðrum þessa sveit en þessir helstu "hittarar" eru góðir, þá aðallega "Rise".

Lagið "Rise" er í spilaranum hér til hægri.



[John Rotten web]


11716-17012006145105 Per Vilhelm er danskur tónlistarmaður sem nemur bókasafns- og upplýsingafræði í Kaupmannahöfn, en þegar stund gefst á milli stríða semur hann tónlist og spilar í bandinu sínu Vilhelm. Vilhelm spilar þjóðlagaskotið kantrýrokk, svokallað "Americana" og gerir það einstaklega fagmannlega og sannfærandi. Eitthvað virðist fyrsta breiðskífan láta standa á sér en út kom þröngskífa fyrir nokkrum misserum síðan, sú skífa hét einfaldlega "Vilhelm EP" og inniheldur m.a. lagið "Burning ghost" sem er hreint afbragð. Vilhelm hefur fengið fína dóma á viðurkenndum netmiðlum í Danmörku en einhvern veginn virðist ekki vera markaður fyrir þessa tegund tónlistar í landi baunanna.

Lagið "Burning ghost" er í spilaranum hér til hægri.

[Mæspeis]

powersolo Höldum okkur við Danmörku, þar eru Íslandsvinirnir í Powersolo í góðu stuði. Fyrir þá sem ekki þekkja þá spilar þetta tríó rokkabillí, sörfskotið pönk og hafa þeir spilað þó nokkrum sinnum á Íslandi. Þeir gáfu síðast út plötu árið 2006 sem bar nafnið "Egg", sú plata fékk misjafnar viðtökur og skilur þannig séð ekki mikið eftir sig. Annað verður sagt um plötuna frá 2004 sem bar hið huggalega heiti "It´s raceday... and your pu**y is gut", þar eru góðir smellir, m.a. "Kat Nazer". Brakandi góðmeti.

Lagið "Kat Nazer" er í spilaranum hér til hægri.




[mæspeis]

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Axelsson

Gaman að sjá myndbandið við Rise, þetta er alveg geðveik plata. "Home" finnst mér besta lagið á henni, myndbandið við það er hér:

http://www.youtube.com/watch?v=VRHlNm7k7nA

Johnny Rotten minnir mig dáldið á Henrik í Singapore Sling þarna.

Magnús Axelsson, 17.1.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: My Music

Já "Home" er líka gott stöff, gríðarlegar textapælingar þarna um endalok heimsins og kjarnorkusprengjur og ég veit ekki hvað. Já, nokkuð sammála með Henriks-líkinguna, þ.e.a.s. ef þú setur Rotten í þröngar gallabuxur og aðeins of lítinn leðurjakka.

My Music, 18.1.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband