Leita í fréttum mbl.is

Svar við getraun og Klaxons í hnotskurn

Enginn var með öll fimm "augnpörin" á hreinu í getrauninni. Næst komst Kristján Sigurjónsson því, hann var með fjóra rétta og ágætis ágiskun í lið 3.

Til gamans þá koma rétt svör og andlit tónlistarfólksins í heild hér:
augu svar

1. Ian Brown (bæði þekktur sem sóló og auðvitað áður fyrr með Stone Roses)
2. Elvis Presley
3. Antony Hegarty (úr Antony & the Johnsons, eða úr "Tóní og typpalingunum"!)
4. Curver (rétt nafn Birgir Örn Thoroddsen, m.a. í Ghostigital).
5. Björk

Í hnotskurn: Myths of the near future – Klaxons [2007]
KlaxonsMythsOfTheNearFutureÞessir bresku stráklingar eru hvorki meira né minna fánaberar nýrrar tónlistarstefnu sem ber nafnið “New Rave”. Ef ég ætti að lýsa tónlist Klaxons með orðum þá gæti ég t.d. notað: framúrstefnulegt listaspýrudyllidanssýrupopp. Það nýja í þessu hjá þeim er þannig séð hrærigrautur tónlistarstefnanna sem hefur fengið nafnið “nýja reifið”. Er "new rave" ekki bara svar UK við hinu ameríska "Dance Punk"? Fyrir mér gætu mörg lög plötunnar verið með Bloc Party á sýru. Það eru nokkur ágætis lög á plötunni en ég er ekki alveg að hoppa á ”hæpið”. Kannski breytist það seinna meir…þeir mega reyndar eiga það að “Golden skans” er mjög grípandi smellur.


Hápunktar: “Golden skans” og “Gravity´s rainbow” (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 6.0

Fróðleiksmoli: Platan er gefin út af ástralska Modular Recordings. Þessi "leibell" hefur einnig gefið út Wolfmother og Yeah Yeah Yeahs.

[Myndbandið við ”Golden Skans”] [Myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert smá hresst lag í færslunni á undan.  hehe.  Ótrúlegt.  Ekkert smá fyndið.  Alltaf eitthvað plott í myndböndunum.  Flottur skósölumaður.  Al Bundy.

Guðjón (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband