Leita í fréttum mbl.is

Framhjá í fyrra

Ég komst yfir tvær plötur núna á dögunum, plötur sem báðar komu út á síðasta ári en fóru þannig séð fram hjá mér, allavega plöturnar sem heild. Ég heyrði auðvitað eitt og eitt lag með þessum flytjendum en ekkert meira…. Ég ætla sem sagt að ”girða aðeins niðrum” þessar tvær plötur núna, annars vegar frumraun Cold War Kids og hins vegar EP-plata Tokyo Police Club.

Robbers & Cowards - Cold war kids [2006]
Cowards_and_Robbers_Cover
Þetta er debjú-plata kvartettsins frá Kaliforníu og er hreint alveg fín. Nathan Willett söngvari CWK er í svipuðu pakka og söngvari CYHSY, þ.e.a.s. annað hvort fer röddin hans í taugarnar á þér eða að þú fílar í tætlur. Ég fíla þessa rödd. Platan er ekki gallalaus, t.d. finnst mér ”píanóglamrið” ekki alltaf passa inní – stundum virkar uppbygging lagana tilviljanakennd, ekki það að ég sé sérfræðingur í uppbyggingu laga né tónverka! Þeir sem halda upp á CYHSY, Wolf Parade og Tapes´n´Tapes ættu að fíla CWK. Hlakka til að heyra næsta útspil þessarar sveitar.

Hápunktar: ”Hang me up to dry” og ”Saint John”. (HLUSTAÐU HÉR TIL HÆGRI ->)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: CWK eru á samning hjá Downtown Records, en þar eru einnig Art Brut og Gnarls Barkley á skrá.

Myndband við lagið “Hang me up to dry”
Hressandi live-upptaka af “Saint John”
Myspace

A lesson in crime (EP) – Tokyo Police Club [2006]
Tokyopoliceclub_epFrá Kanada, nánar tiltekið Ontario, kemur enn eitt indírokk-bandið sem á eflaust eftir að gera góða hluti. Þeir sömdu við Paper Bag Records í fyrra og gáfu út þessa stuttskífu “A lesson in crime”, rétt rúmur korter að lengd. Margt gott sem lofar góðu á þessari skífu og hlakka ég til að heyra breiðskífu frá þeim félögum.

Hápunktur: “Citizens of tomorrow”  (HLUSTAÐU HÉR TIL HÆGRI ->)
Einkunn: 7.0

Fróðleiksmoli: Á tónleikum TPC í Nashville í fyrra þá veiktist trommuleikarinn svo mikið að hann gat ekki spilað. TPC spiluðu settið sitt akústískt til að byrja með en smám saman bættust við böndin sem þeir túruðu með, m.a. Cold War Kids, og þetta endaði í 11 manna Tokyo Police Club á sviði.

”Citizens of tomorrow” live á bransahátíðinni SXSW 2007
Myspace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband