Leita í fréttum mbl.is

Þögnin rofin....

Svo sannarlega kominn tími á að blogga aðeins.

Nýtt myndband með Travis
Á vafri mínum um veraldarvefinn rakst ég á nýtt myndband með Skotunum geðþekku í Travis. Lagið heitir "Closer" og er af væntanlegri breiðskífu þeirra "The boy with no name" sem kemur út í maí 2007. Hollywood-stjarnan Ben Stiller leikur í myndbandinu. Lagið sjálft finnst mér ekkert spes við fyrstu hlustun, mjög svo Travis-legt reyndar.



Væntanleg plata BRMC
Tríóið Black Rebel Motorcycle Club gefa einnig út plötu í maímánuði, eintakið mun heita "Baby 81". Sögur herma að þeir hverfi aftur til fyrri stíls á nýju plötunni, þ.e.a.s. þetta verði ekki eins "hugguleg" og "létt" plata eins og "Howl" var sem þeir gáfu út árið 2005. Sú plata er að mínum dómi í alla staði FRÁBÆR. Það verður spennandi að heyra nýju plötuna. Þangað til er hægt að sjá þá taka eitt lag af henni á tónleikum, lagið heitir "Berlin" og er þetta tekið á tóneikum í Dyflinni. Kunnuglegur hljómur af fyrstu tveimur plötum þeirra BRMC-manna.


Kíkið líka á myspace-ið þeirra, þar er t.d. hægt að heyra annað nýtt lag "Weapon of choice".

Í hlustun
Þessa dagana er ég að hlusta á:
- We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse [2007]
- Myth Takes - !!! [2007]
- Sky blue sly - Wilco [2007]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 651

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband