Leita í fréttum mbl.is

Erlendu lög ársins 2006 - sæti 11.-20.

Jæja, þá er komið að því að gera upp tónlistarárið 2006 í erlendum lögum. Byrjum á sætum 11. til 20. Topp 10 birtist fljótlega. Bendi á að það er hægt að hlusta á öll lögin í spilaranum hérna til hægri. Einnig er vert að benda á [myspace] og [youtube] tenglana fyrir neðan hvert sæti, þar er annars vegar hægt að sjá og heyra meira um flytjandann og hins vegar að sjá myndband við lagið. Vindum okkur í þetta.

#20
When we were young - The Killers (af plötunni Sam´s Town)
Þetta er hörkusmellur, á því er enginn vafi. Ég er svo sem ekki að fíla hljómsveitina sem slíka, en lagið náði að límast pikkfast á heilabúið svo vikunum skipti.
[myspace] [youtube]

#19
Starlight – Muse (af plötunni Black Holes and Revelations)
Tríóið frá Teignmouth hefur alltaf verið í náðinni hjá mér. Nýjasta plata þeirra “Black holes and revelations” er hörkugóð og þetta lag virkilega gott.
[myspace] [youtube]

#18
Wildcat – Ratatat (af plötunni Classics)
Dúettinn Ratatat hefur túrað með ekki ómerkari nöfnum en Franz Ferdinand, Interpol og !!! (lesist: chk chk chk). Þetta lag er af annari breiðskífu þeirra sem heitir því hógværa nafni “Classics”. Fín plata og þetta lag er bara eitt af mörgum góðum.
[myspace] [youtube]
(myndbrotið er reyndar við annað lag af plötunni, lagið heitir “Kennedy” og þetta er live-upptaka frá Guggenheim safninu í NYC)

#17
We´re from Barcelona - I´m from Barcelona (af plötunni Let me introduce my friends)
Ótrúlega hallærislega hressandi lag frá þessum fjölmenna en afar fríða hópi Svía.
Verð að viðurkenna að ég hef ekki hlustað óendanlega mikið á þessa plötu þeirra en þetta lag virtist festast alveg frá fyrstu hlustun. Forsprakki og aðalsprauta sveitarinnar er Emanuel Lundgren, en fullmönnuð telur bandið 29 manns!
[myspace] [youtube]


#16
You have killed me – Morrissey (af plötunni Ringleader of the Tormentors)
Ég hef aldrei verið mikill Smiths-ari né Morrissey-maður, fíla auðvitað og þekki helstu smellina. Það er ekki fyrr en núna á síðustu árum að ég hef farið að veita kallinum aðeins meiri athygli og féll ég m.a. fyrir þessu lagi á árinu 2006, topp eintak.
[myspace] [youtube]


#15
Colours - Hot Chip (af plötunni The Warning)
Ég nefndi í síðustu færslu varðandi Hot Chip hvað mér fannst gæta mikilla Paul McCartney áhrifa og takta hjá þeim – það finnst mér hvað mest koma í ljós í þessu lagi, “Colours”. Frábært lag.
[myspace] [youtube]


#14
White collar boy - Belle & Sebastian (af plötunni The Life Pursuit)
Það er úr svo mörgum góðum lögum að velja af þessari plötu, en þetta er með þeim betri. Hressandi lag sem maður getur ekki annað en vaggað sér við. Finnst einhvern veginn eins og Belle and Sebastian sé miklu eldri hjómsveit en raun ber vitni, aðeins rúmlega 10 ára gömul. Hvað er betra en hressandi, vel útfært popp með hnittnum textum? Örugglega mjög margt, en þetta er virka vel.
[myspace] [youtube]


#13
Don´t take my sunshine away – Sparklehorse (af plötunni Dreamt for light years in a belly of a mountain)

Mark Linkous er mikill snillingur og þetta lag með þeim betri á nýjustu plötunni. Hann á það til að láta bíða mikið eftir sér, t.d. liðu 5 ár frá síðustu plötu og til þeirrar nýjustu og á milli hinna platnanna liðu allt frá tvö og hálft ár til fjögurra. Auðvitað hafa verið góðar og gilda ástæður fyrir þessum biðum en það má kannski segja að þessi fimm ára bið eftir nýju plötunni hafi byggt upp óraunhæfar kröfur. Fín plata, en ekki alveg í sama gæðaflokki og t.d. “Good Morning Spider” og “It´s a wonderful life”.

[myspace] [youtube] (live upptaka)

#12
Young folks - Peter, Bjorn and John (af plötunni Writer´s block)
Hver hefur ekki flautað þennan lagstúf í tíma og ótíma á árinu 2006? Það er mikil kúnst að búa til lag/laglínu sem fólk fær á heilann, þessum þremur geðþekku Svíum tókst það svo sannarlega. Þetta er fínasti smellur af ágætri plötu.
[myspace] [youtube]

#11
Nettie Moore – Bob Dylan (af plötunni Modern Times)
Kláralega ein af plötum ársins hér á ferð og þetta lag eitt af mínum uppáhalds þar. Einstaklega flott lag og textinn virkilega góður.
[myspace] [youtube]
(langt frá því að vera meistarinn sjálfur, en hér getið þið séð einhvern gaur reyna við lagið “Nettie Moore” á kassagítar, athyglisvert!?)

1. til 10. sæti innan skamms. Hvernig líst þér á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Góður listi maður, lög morrissey, killers og p, b & j eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér..

Atli Fannar Bjarkason, 6.1.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband