21.12.2006 | 21:46
Smog og ađeins meira sćnskt
Smog er af mörgum talinn óumdeilanlegur guđfađir lo-fi tónlistarinnar. Ég er tiltölulega nýbúinn ađ uppgötva ţennan merka snilling, reyndar er ég ţví miđur bara búinn ađ verđa mér úti um fjórar af alls tólf breiđskífum kappans, en ein ţeirra sem ég komst yfir er Dongs of sevotion frá árinu 2000.
Ţađ eru sérstaklega tvö lög af ţessari plötu sem ég verđ bara ađ deila međ ykkur (og eru ţau til hlustunar í tónlistarspilaranum hér til hćgri):
- Bloodflow
- Dress sexy at my funeral
Smog er á sama labeli og t.d. Bonnie Prince Billy og Joanna Newsom Drag City.
Hann heitir reyndar réttu nafni Bill Callahan og túrađi hann víst á ţessu ári undir ţví nafni ţađ er von á nýrri breiđskífu frá honum á nćsta ári og ţá undir nafninu Bill Callahan!
Fróđleiksmoli: Smog er blanda af reyk og ţoku (smoke + fog = Smog).
Varđandi síđustu fćrslu um sćnsku myndböndin tvö sem ég ákvađ ađ deila međ ykkur, ţá skal ég játa ţađ ađ ég hreinlega gleymdi ađ nefna Kent og Jens Lekman sem eitt af ţví fáa sem ég fíla af sćnskri tónlist. Ekki hef ég hlustađ mikiđ á Jenny Wilson.
Í tilefni af kommentunum viđ sćnsku fćrslunni ţá má ég til međ ađ setja tvö stykki sćnsk eđalmeti í tónlistarspilarann, bćđi frá téđum Jens Lekman af safnplötunni (ţrjár EP-plötur og einhver aukalög) Oh, you are so silent Jens frá ţví í fyrra:
- Black Cab
- Pocketful of money
Jens Lekman spilađi á Airwaves á ţessu ári, kom í stađinn fyrir Jenny Wilson sem forfallađist. Jens mćtti einn síns liđs, vopnađur ukelele og ţótt víst standa sig nokkuđ vel. Hér getiđ ţiđ séđ hann taka Black cab á Airwaves.
Tenglar:
Jens Lekman á Myspace
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jens Lekman á Airwaves var skemmtilegur ţó ţađ hafi veriđ meira standup en músík, hefđi eiginlega heldur viljađ sjá Jenny Wilson sem er víđa ofarlega á árslistum međ Love & Youth. (Myndin af Jens er aftur á móti óţarflega stór hjá ţér (um 3 MB). Ţú ćttir ađ lesa hana inn aftur og láta kerfiđ um ađ minnka hana fyrir ţig (skala hana niđur).)
Tek svo undir allt ţađ gott sem sagt er um Bill Callahan sem var frábćr í Fríkirkjunni. Dongs of Sevotion er fín plata og líka Red Apple Falls, Knock Knock og Wild Love. Stuttskífan Rock Bottom Riser, sem kom út á ţessu ári gefur líka nýja sýn á A River Ain't too Much to Love frá síđasta ári.
Árni Matthíasson , 28.12.2006 kl. 09:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.