Leita í fréttum mbl.is

Tvö sænsk myndbönd

Sænski fáninn Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gegnum árin verið mjög svo á móti sænskri tónlist, ég hef getað talið á fingrum annarar handar góðar sveitir/flytjendur frá Svíþjóð. Ég gæti hins vegar talið endalaust af böndum frá því ágæta landi sem hafa farið rosalega í taugarnar á mér í gegnum árin... ABBA, Roxette, The Hives, Ace of Base og fleiri og fleiri sem ég þekki ekki einu sinni á nafn. Gæti vel verið að þetta sé bara eitthvað sem ég beit í mig fyrir langa löngu og er kominn í algjöran hring með?

Í dag eru reyndar nokkrar þó nokkuð áhugaverðar hljómsveitir að skjóta upp kollinum í Svíþjóð, og ég er meira að segja að fíla þetta nokkuð vel, þroskamerki!? Ætla að setja inn tvö lög í formi myndabanda. Það fyrra með nokkuð skemmtilegri sveit sem kallar sig "I´m from Barcelona" og lagið heitir því frumlega nafni "We´re from Barcelona". Myndbandið er skemmtilega hallærislegt.



Hitt lagið er með Peter, Björn & John og heitir "Young folks", virkilega grípandi smellur þar á ferð.


Meira um sveitirnar tvær:
I´m from Barcelona á Myspace
Peter, Björn & John á Myspace

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta hér er betra

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.12.2006 kl. 16:30

2 identicon

Hin sænska Jenny Wilson (sem átti að koma á Airwaves) er einnig mjög fersk ef þú hefur ekki heyrt í henni. Annars virðist vera voðalega mikil gróska í sænskri indípopptónlist þessa dagana. 

Kristján (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 19:28

3 identicon

Já, og Jens Lekman sem kom í staðinn fyrir Jenný á Airwaves og hefur verið kallaður hinn sænski Benni Hemm Hemm (eða öfugt). sjá www.jenslekman.com

Kristján (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband