Leita í fréttum mbl.is

Föstudagsmixteip

casseteÚr því að það er föstudagur og heil helgi framundan þá datt mér í hug að henda í eitt stykki mixteip. Lögin eru héðan og þaðan, engin sérstök regla eða aðferð notuð við lagavalið, nema auðvitað að þetta eru allt lög gæðastimpluð af síðuhaldara. Mixteipið er til streymingar í spilaranum hér til hægri (undir Mixteip#01-10).

1. Pain killer – Turin Brakes
Þessi dúett var í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir einhverjum árum síðan, svo er einhvern veginn eins og þeir hafi bara horfið! Gott lag af annarri plötu þeirra “Ether song” frá 2003.

2. Where have all the good time gone – Kinks
Vendum kvæði okkar í kross en höldum okkur þó við England. Kinks er ein af betri sveitum tónlistarsögunnar en gríðarlega vanmetin. Hér er ein perla frá árinu 1965 af plötunni Kink Kontroversy. Bónusgetraun 1: Snemma á áttunda áratugnum koveraði David Bowie þetta lag, hvaða ár og á hvaða plötu?

3. Dreaming of you – The Coral
Breska indírokk-sveitin The Coral er undir miklum áhrifum frá 60s eins og glögglega má heyra í þessu lagi. Þetta lag er af fyrstu breiðskífu sveitarinnar frá árinu 2002, síðan þá hafa einar fjórar plötur litið dagsins ljós. Hef heyrt lag og lag og líkar ágætlega.

4. Sweet Jane – Velvet Underground
Fáum einn klassíker á kantinum, þetta af plötunni “Loaded” frá 1970, góð stemning í þessu lagi. Bónusgetraun 2: Hvaða hljómsveit koveraði lagið á plötu sinni árið 1972?

5. Another pearl – Badly Drawn Boy
Ég fer ekki í grafgötur með dálæti mitt á Damon Gough og það er varla að ég geri mixteip án þess að láta eitt gott lag með honum fylgja. Platan “The hour of bewilderbeast” frá árinu 2000 er meistarastykki frá A til Ö. Hér er bara eitt dæmi.

6. Seventeen years – Ratatat
Þessir kappar gáfu út helvíti góða plötu árið 2006 sem ég hét því hógværa nafni “Classics”. Þetta lag er hins vegar upphafslag fyrstu plötu þeirra frá árinu 2004. Þrusugott instrúmental gítarrúnk.

7. Daftendirekt – Daft Punk
“Homework” frá árinu 1997 er tímalaus snilld og þetta er upphafslagið á þeirri plötu. Þetta er svona pjúra plata til þess að komast í föstudagsfíling.

8. Stereo rock & roll – Apparat Organ Quartet
Eitt besta tónleikaband Íslands með hrikalega öflugt lag. Þetta er auðvitað af þeirra fyrstu og einu breiðskífu til þessa, fólk bíður í spreng eftir næstu plötu.

9. Wrestlers – Hot Chip
Ég fjallaði um nýju Hot Chip-plötuna um daginn og fór bara nokkuð fögrum orðum um, enda gott stöff á ferðinni. Þetta lag hefur verið að vinna meira og meira á við hverja hlustun.

10. Einbreið brú – Paul Lydon
Af frábærri plötu, “Vitlaust hús” frá árinu 2003. Það þarf að leita lengi eftir einlægari plötu en þessari, berskjölduð og hrá. Þetta er lokalagið á plötunni.

Njótið! Þeir sem vilja svara spurningunum varðandi lög #2 og #4 nota auðvitað kommentakerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Bónusgetraun 1 - gæti verið á Pin Ups þar sem hann tók fullt af lögum eftir aðra. Hef annars ekki hugmynd. Bónusgetraun 2 - líka Bowie - á Hunky Dory?

Kv. Kristín

Þórhildur og Kristín, 29.3.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Fín hiphoplög númer 6 og 7, takk, Þórhildur. 

Þórhildur og Kristín, 29.3.2008 kl. 14:35

3 identicon

Sæll vinur.

Ég á ekkert í þessar spurningar en lagaði til að hrósa þér fyrir gott framtak. Þú hefur nú lengi verið þekktur fyrir að geta skellt í gott mixteip, enda eru "HME best of" diskarnir í reglulegri spilun hérna á heimilinu.

Hefurðu eitthvað stúderað hljómsveitina The Black Angels? Og hvað með skandinavísku senuna, ertu eitthvað inni í henni?

kristjansson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:57

4 identicon

...og þess má til gamans geta að ég og Paul Lydon erum félagar í sjóbaðsfélaginu Skítkalt. Hann er topp maður.

kristjansson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 19:06

5 identicon

Hot Chip og Grinderman a roskilde.... grunar ad thad gledji thig

kristjangud (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:05

6 Smámynd: My Music

Svar við bónusgetraun 1: Rétt svar er platan Pin Ups frá árinu 1973, auðvitað með David Bowie. Ég uppgötvaði áðan að það var smá villa hjá mér varðandi Kinks-lagið, ég skrifaði óvart "Don´t ever change" í fyrirsögninni á laginu, þetta átti auðvitað að vera "Where have all the good times gone", eins og það réttilega stóð í tónlistarspilaranum. Er búinn að leiðrétta þetta.

Svar við bónusgetraun 2: Rétt svar við þessu er glamrokkvsveitin Mott the Hoople. Þeirra útgáfa af "Sweet Jane" er á plötunni "All the young dudes", sem einmitt téður David Bowie pródúseraði.

Þakka Kristínu fyrir að hafa spreytt sig og getað #1 rétt.

Þakka kommentið gamli vinur, kristjansson. Best of diskarnir eru svo mikið "collectors item" að ég geymi masterana í bankahólfi í Sviss! Búinn að fá fjölmörg gylliboð í þessa orginala.
The Black Angels þekki ég ekki mikið, hef heyrt nokkur lög af "Passover" (2006) og þykir nokkuð til þeirra koma. Þarf að kíkja betur á þá, er ekki að koma nýtt frá þeim núna á næstunni?

Skandinavíska senan á sína spretti, ekkert eitt sem stendur algjörlega upp úr þar. Í fljótu bragði þá stendur Familjen (SE) og Snake & Jet´s Amazing Bullit Band (DK) upp úr.

Viðbótin á Hróarskeldu gleður mig gríðarlega mikið!

My Music, 2.4.2008 kl. 10:59

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

Aukabónusgetraun;
Hvaða íslenski tónlistarmaður koveraði Sweet Jane árið 1998 og á hvaða plötu?

Ólafur Björnsson, 6.4.2008 kl. 12:02

8 Smámynd: Árni Matthíasson

Auka auka bónusgetraun: Hvaða íslenska hljómsveit tók Sweet Jane upp fyrir íslenska kvikmynd 1987? (NB lagið var ekki notað og ekki gefið út.)

Árni Matthíasson , 8.4.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: My Music

Er hvorki með svar við aukabónusgetraun Ólafs né auka auka bónusgetraun Árna.

Endilega komið með svörin, okkur hinum til gagns og gaman.

My Music, 13.4.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband