Leita í fréttum mbl.is

Nýlegt: Gutter Twins, The Dodos og Atlas Sound

gutter-twinsThe Gutter Twins er “kollabarasjón” af dýrari sortinni, þeir Mark Lanegan (Screaming Trees) og Greg Dulli (Afghan Whigs og Twilight Singers) hafa unnið saman í gegnum tíðina, alltaf þannig að þeir hafa hjálpað hvor öðrum við það sem hinn er að gera. Þannig séð ekki samstarf þeirra tveggja heldur meira góður vinur að hjálpa hinum. Allavega, þá mynda þessir stórlaxar dúettinn Gutter Twins og gáfu þeir út sína fyrstu plötu “Saturnalia” (gefið út af Sub Pop) nú fyrir skemmstu. Ég hef verið að heyra lag og lag með þeim köppum og líst bara vel á, við erum að tala um rokk með djúpum og myrkum undirtóni. Gaman þegar 90s jaðar-rokkarar leiða saman hesta sína og gera ferskt stöff.

Þess má geta að Mark Lanegan hefur unnið með sveitum á borð við Queens of the stone age og Soulsavers, bara til að nefna nokkrar.

I was in love with you – The Gutter Twins
Each to each – The Gutter Twins


TheDodos-02-bigOg meira af dúettum, Meric Long og Logan Kroeber skipa sveitina The Dodos sem vakið hefur þó nokkra athygli að undanförnu. Fyrir skemmstu kom önnur breiðskífa þeirra út og ber hún nafnið “Visiter” og er það Frenchkiss records sem gefur út.

Ég veit lítið um þessa kauða en finnst mikið til koma þeirra laga sem ég hef verið að hlusta á að undanförnu. Ég hef ekki farið í grafgötur með dálæti mitt á Animal Collective og þykir mér The Dodos vera undir miklum áhrifum frá þeirri frábæru sveit. Dæmi hver fyrir sig.

Fools – The Dodos
Paint the rust – The Dodos



deerBradford James Cox, fronturinn í indísveitinni Deerhunter, er með hliðarverkefni sem hann kallar Atlas Sound. Bradford henti frá sér breiðskífu fyrir skömmu sem ber nafnið “Let the Blind Lead Those Who Can See but Cannot Feel” og hefur platan fengið einróma lof gagnrýnenda um heim allan. Þetta er draum- og tilraunakennt elektró og nokkuð ambíent á köflum. Hef verið að renna þessu í gegn að undanförnu og hér eru tvö dæmi.

Recent bedroom – Atlas Sound
Quarantined – Atlas Sound

Öll lögin sex eru auðvitað í spilaranum hér hægra megin á síðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur og Kristín

Um Dodos á allmusic.com (en þar er Devendra Banhart meðal annars talinn upp sem"similar artist", hann er í smá uppáhaldi hjá undirritaðri)

Originally formed in 2006 as Dodobird by multi-instrumentalist Meric Long, unpredictable San Francisco indie rock duo the Dodos acquired their new moniker with the arrival of Logan Kroeber, a fellow West Coast artist whose penchant for experimental drumming and progressive metal melded perfectly with Long's interest in West African Ewe drumming and country blues fingerpicking. The Dodos released their debut album, Beware of the Maniacs, that same year independently, followed by Visiter in 2008.

Kv. Kristín

Þórhildur og Kristín, 27.3.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: SeeingRed

Takk fyrir bitastæða grein og hlekki.

SeeingRed, 27.3.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband