16.3.2008 | 21:34
Made in the dark – Hot Chip [2008]
Það er óhætt að segja að nýjasta plata Hot Chip-flokksins sé stílbragðahrærigrautur af dýrari sortinni. Við fyrstu hlustanir þá var ég ekki á því að hún væri jafn sterk og góð og The Warning (frá árinu 2006) en eftir því sem ég hlusta meira þá verður hún bara betri og betri. Platan er rólegri en ég bjóst við, það er þó nokkuð af ljúfum ballöðum (og enn finnst mér gæta McCartney áhrifa eins og ég bloggaði um í jan 2007), á plötunni eru nokkur mjög sterk lög (sjá lög af plötunni sem vert er að hlusta á) en einhvern veginn átti ég von á fleiri hressum dansgólfssmellum á borð við Over and over (af The Warning) og svo Hold on (af Made in the dark). Ekki það að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með að það séu færri hressir smellir en ég bjóst við, fjarri lagi, fyrir vikið finnst mér konseptið (heildarmyndin) ganga gríðarlega vel upp. Góð skífa hér á ferð. Heilt yfir er þetta fínt eintak.
Ég mæli eindregið með þessari plötu!
Lög af plötunni sem vert er að hlusta á: Out at the pictures, Ready for the floor, We´re looking for a lot of love og One pure thought. (UPPFÆRT: Lögin er í spilaranum hér til hægri!)
Vídjó: Hold on var fyrsti síngullinn sem kom út af þessari plötu, hressandi og mjaðmahnykkja-hvetjandi smellur á ferðinni, en hér má sjá það spilað akústískt á útvarpsstöðinni Top shelf radio.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Maðurinn í Levanger talinn af
- Samgönguráðherrann gripinn í hraðakstri
- Eldfim mótmæli í Indónesíu urðu þremur að bana
- Hútar játa fall forsætisráðherra síns
- Maðurinn í Levanger enn ófundinn
- Nýnasisti í kvennafangelsi eftir breytta kynskráningu
- Ekki mynda Volvo EX90
- Fyrrverandi þingforseti skotinn til bana
Athugasemdir
Vá!!!! Takk fyrir, ætla svoleiðis að tékka á þessari plötu... :o) Sá þá spila á Glastonbury hátíðinni (því miður í gegnum sjónvarp!!!) og gjörsamlega kolféll fyrir þeim! Þeir voru hreint út sagt truflaðir á sviði! Sérstaklega minnisstætt þegar þeir tóku til dæmis "boy from school".... Er þvílíkt fallin fyrir laginu We´re looking for a lot of love! Þannig að takk takk takk :)
Kær kveðja frá eyjum, Kristín Ósk
Kristín Ósk Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 03:40
Ekki málið. Hot Chip eru hreinlega bara dúndur hljómsveit, eru með þrjár fínar plötur á ferilskránni og inn á milli eru algjörar perlur eins og t.d. "And I was a boy from school" og "We´re looking for a lot of love". Mæli með nýju plötunni.
My Music, 20.3.2008 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.