Leita í fréttum mbl.is

Nýtt og nýlegt: Tapes'n Tapes, Bon Iver, Fuck Buttons, Plants & Animals, Fanfarlo og Beach House

Hljómsveitin Tapes’n Tapes gaf út þokkalega plötu árið 2006 sem hét “The Loon”. Nú var að koma út síngull eða réttara sagt forsmekkur að næstu breiðskífu sveitarinnar, lagið “Hang them all” er komið á netið, aldrei þessu vant með góðfúslegu leyfi sveitarinnar. Lagið er alveg í anda þess sem var í gangi á síðustu plötu og hljómar barasta ágætlega. Platan “Walk it off” kemur út í apríl á þessu ári.

Hang them all – Tapes’n Tapes

lb7647431c643e84c647397fz2Justin Vernon kallar sig Bon Iver og gaf sjálfur út plötuna “For Emma, Forever ago” á síðasta ári. Hún fór fram hjá mörgum, þar á meðal mér, en leibellinn jagjaguwar endurútgaf hana núna fyrir skemmstu og kemur hún út í Evrópu með vorinu. Pitchfork gaf plötunni m.a. 8,1 í einkunn og hafa mörg mp3-bloggin hæpað piltinn mjög. Það lag sem helst hefur fengið að heyrast er “Skinny love”, skemmtilega lófæ og dramatískt, flott lag.

Skinny love – Bon Iver

Fuck Buttons (samfarahnappar!) er breskur dúett sem spilar tilraunakennt og elektrónískt nojs (noise). Ég veit reyndar voðalega lítið um þá annað en þeir koma frá Bristol og eru að koma með stóra plötu sem mun heita “Street horrsing”. Fyrsti síngullinn, “Bright tomorrow”, hefur fengið glimrandi viðtökur hjá þessum helstu spekúlöntum úti í hinum stóra heimi og verð ég að taka undir með þeim, gott kaffi hér á ferð. Jú, þeir spila á SXSW-hátíðinni í Texas í marsmánuði.

Bright tomorrow – Fuck Buttons

Á bloggi Zúra gaursins rakst ég á þessa sveit, Plants and Animals. Koma frá Kanada (eins og svo margt annað gott í músíkinni í dag), og er þetta lag, “Lola who?” búið að vera í reglulegri spilun hjá mér síðustu daga. Það var víst að koma út plata með sveitinni, sú ber nafnið “Parc avenue” og verður fróðlegt að renna henni í gegn við tækifæri. Þessi sveit verður einnig á SXSW.

Lola who? - Plants and animals

l_12bf7fbe0f54a5960b42ce4558967a2cFanfarlo er bresk hljómsveit sem, að eigin sögn, spilar alternatívt þjóðlagaskotið popp. Þessi sveit mun einnig spila á SXSW-hátíðinni í Austin, Texas í þessum mánuði. Í framhjáhlaupi mætti nefna að fulltrúar okkar Íslendinga að þessu sinni eru Reykjavík!, FM Belfast og Hafdís Huld. Aftur að Fanfarlo, þá eru tvö lög sem ég hef verið að hlusta svolítið á að undanförnu og eru þau bæði hér fyrir neðan. “Sand and ice” er það nýjasta frá þeim og eftir því sem ég best veit er þetta lag ekk komið út, aðeins sem demó á heimasíðu þeirra drengja. Síðara lagið kom út sem síngull í síðasta mánuði. Söngvarinn í bandinu er víst Svíi, gat verið!

Sand and ice – Fanfarlo

You Are One Of The Few Outsiders Who Really Understands Us – Fanfarlo

Og svo er það rúsínan í pylsuendanum, þú mátt kalla þetta draumkennt popp eða indírokk, sama er mér, en hljómsveitin Beach house var að senda frá sér sína aðra breiðskífu, “Devotion” og fyrsti síngulinn er hryllilega flottur, “Gila” heitir lagið. Einstaklega smekklegt og ávanabindandi lag. Hlakka til að heyra “Devotion”!

Gila – Beach house

Ath. öll lögin eru að finna í tónlistarspilaranum hér til hægri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til gamans má geta þess að Plants and animals kom fram á síðustu airwaves, spilaði meðal annars í 12 tónum og á Akureyri.

Svo var að koma út fyrsta breiðskífa þeirra fyrir stuttu, en hún ber sama nafn og sveitin.

Mæli með henni.

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: My Music

Alveg rétt, var búinn að gleyma því að þeir voru á Airwaves. Þarf að fara að komast yfir þessa plötu.

My Music, 11.3.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1026

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband