28.2.2008 | 10:39
Múm fær góða dóma í Danmörku
Hljómsveitin Múm hélt tónleika í Árósum í gærkvöldi og fær sveitin mjög góða dóma hjá danska tónlistarblaðinu Gaffa.
Mest lesna tónlistarblað Dana, Gaffa, gefur sveitinni 5 stjörnur af 6 í dómi á vef sínum. Þar segir m.a. að þetta hafi verið heilsteypt tónleikaupplifun og Múm 2.0 væri meira "upbeat", glaðari og bjartsýnni en áður og það væri ekki að sjá að sveitin sakni systranna Gyðu og Kristínar. Hins vegar væri aldrei langt í kraft og flipp sveitarinnar og líkir gagnrýnandi Gaffa þessari upplifun við að vera bitinn í hálsinn af brjáluðum en jafnframt vel meinandi og leikglöðum hundi!
Íslensku sveitirnar Hjaltalín og Borko sáu um upphitunina í gær. Gaffa hrifust mjög af þeirri fyrrnefndu og henda 5 stjörnum af 6 á þá en Borko fær hins vegar aðeins 2 stjörnur. Tónleikadóm Gaffa og "settlista" Múm má sjá hér.
Fleiri íslenskar sveitir spila á danskri grundu á næstunni, Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila í Kaupmannahöfn á laugardagskvöldið nk.
Mest lesna tónlistarblað Dana, Gaffa, gefur sveitinni 5 stjörnur af 6 í dómi á vef sínum. Þar segir m.a. að þetta hafi verið heilsteypt tónleikaupplifun og Múm 2.0 væri meira "upbeat", glaðari og bjartsýnni en áður og það væri ekki að sjá að sveitin sakni systranna Gyðu og Kristínar. Hins vegar væri aldrei langt í kraft og flipp sveitarinnar og líkir gagnrýnandi Gaffa þessari upplifun við að vera bitinn í hálsinn af brjáluðum en jafnframt vel meinandi og leikglöðum hundi!
Íslensku sveitirnar Hjaltalín og Borko sáu um upphitunina í gær. Gaffa hrifust mjög af þeirri fyrrnefndu og henda 5 stjörnum af 6 á þá en Borko fær hins vegar aðeins 2 stjörnur. Tónleikadóm Gaffa og "settlista" Múm má sjá hér.
Fleiri íslenskar sveitir spila á danskri grundu á næstunni, Sprengjuhöllin og Hjaltalín spila í Kaupmannahöfn á laugardagskvöldið nk.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig stendur á að þetta hefur farið framhjá mér?
Gulli litli, 28.2.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.