31.12.2007 | 12:28
Hissing Fauna, are you the destroyer? – Of Montreal [2007]
Grípandi melódíur og afar viðkunnalegir kórusar er eitthvað sem hefur einkennt lög sem slegið hafa í gegn. Þessi breiðskífa Of Montreal-manna er uppfull af þannig lögum, lögin eru meira en bara grípandi, mörg þeirra eru bara þrusugóð. Kevin Barnes er potturinn og pannan í þessari sveit og þar er á ferðinni mjög athyglisverður tónlistarmaður, hann er með miklar pælingar á þessari konsept-breiðskífu sem fjallar um umbreytingu hans til alter-egósins og glamrokkarans Georgie Fruit.
Ég hef verið lengi að melta þessa plötu, renndi henni í gegn í haust og þá hreif hún mig alls ekki. Platan var sett á ís í nokkuð langan tíma og nú er hún farin að rúlla meira og ég farinn að fíla þetta meir. Það er margt virkilega gott á þessari plötu, skemmtilegar nálganir, hallærislega hressandi popp og nett geðveila í gangi í textasmíðunum. Ég er ekki alveg að meta þetta sem meistaraverk né snilld eins og margir vilja meina, það er kannski helst vegna þess hve seinni partur plötunnar slekkur mikið í þeim stemmara sem fyrri parturinn nær upp. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að þetta er gott stöff, ekki spurning.
Hápunktar: Cato as a pun og Heimdalsgate like a promethean curse (hlustið á lögin hér til hægri)
Einkunn: 8.0
Vídjó: "Suffer for fashion" (myndband við opnunarlag plötunnar)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.