8.12.2007 | 12:49
The Stage names – Okkervil River [2007]
Fjórða breiðskífa Okkervil River kom út núna í lok sumars, ég tók fyrst eftir þessu bandi þegar þeir gáfu út Black sheep boy árið 2005 og þótti mér nokkuð til þeirra plötu koma á þeim tíma. Þessi plata inniheldur hresst en mjög innihaldsríkt indírokk í bland við nokkur falleg og róleg lög. Með þessari plötu er Okkervil River að stimpla sig inn sem band sem vert að er að gefa gaum og taka mark á - þeir munu framvegis ekki koma skemmtilega á óvart eða gjörsamlega aftan að fólki með útspil sínu, þeir eru komnir upp í efri deildirnar í þessum bransa.
Flest ef ekki öll lögin á plötunni eru mjög svo áheyrileg og fín. Opnunarlagið Our life is not a movie or maybe er slagari ef dýrari sortinni og hlýtur að teljast eitt af erlendu lögum ársins. Stórvirki plötunnar er lagið Plus one, fyrir utan að vera flott lag þá er textinn gríðarlega góður og vel heppnaður. Þar er verið að vitna í mörg af frægustu lögum tónlistarsögunnar sem innihalda tölur, en Okkervil River bætir alltaf einum við (Plus one) og tvinnar það skemmtilega saman við textann.
Og þá yfir það neikvæða, eins góð og áheyrileg platan er þá fékk ég óvenju fljótt leið á henni. Ástæðuna tel ég vera að uppbyggingu plötunnar, fimm fyrstu lögin eru virkilega góð, þrjú fyrstu af þeim eru í hressari kantinum, svo koma tvö róleg sem eru reyndar virkilega góð. Þar á eftir, í stað þess að hressa þetta aðeins við halda þeir áfram á easy nótum og platan nánast fjarar út ekki að lögin séu slök, þau eru bara frekar gleymanleg. Ef það væri ekki fyrir skemmtilega samsuðu í lokalaginu (þar sem Sloop John B með Beach Boys er skotið inn) þá væri seinni parturinn hreinlega ekki nógu góður. En heilt yfir er þetta ágætis plata sem vert er að hlusta á.
Hápunktar: Our life is not a movie or maybe, A hand to take a hold on the scene, Savannah smiles og Plus One. (Hlustið á þessi fjögur lög í spilaranum hér hægra megin á síðunni)
Einkunn: 7.0
Fróðleiksmoli: Í laginu Plus one, sem ég tala um hér fyrir ofan, eru nokkur af merkari lögum tónlistarsögunnar sem bera tölustaf(i) í lagaheitinu nefnd. Meðal þeirra sem nefnd eru: 50 ways to leave your love með Paul Simon, 99 Luftballoons með Nenu, Eight miles high með Byrds og 7 Chinese brothers með REM.
Vídjó: Our life is not a movie or maybe
[mæspeis]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 945
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
þetta finnst mér góð plata...
kristjangud.blogspot.com (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:39
sammála mörgu í umfjölluninni hjá þér en þó endist platan aðeins lengur hjá mér og er, að mínu viti, eitt af því betra sem ég hef heyrt í ár.
Keep it up son (Y)
Olas (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:42
ja btw..okkervil river var að senda frá ser 9 laga EP sem hægt er að nálgast frítt á heimasíðu þeirra, ef einhver hefur áhuga
http://www.okkervilriver.com/index.php
same (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:12
..vert að taka það fram að þetta EP kalla þeir "mixtape" enda þarna átta cover :)
anywho..hættur að blaðra
same (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.