3.10.2007 | 16:12
Tvö ný lög með Hot Chip

Þeir sem ekki þekkja Hot Chip þá spila þeir svokallaða indítróníska tónlist, þetta er dansvæn melankólía eins og hún gerist best. Hot Chip komust rækilega á kortið í fyrrasumar þegar "Over and over" hljómaði út um allar trissur, en lög eins og "And I was a boy from school" gerðu einnig gott mót.
["Over and over" - myndband á jútjúb]
Þriðja skífan er svo væntanleg í febrúar 2008 og er vinnutitill hennar "Shot down in flames". Lögin tvö sem eru komin í umferð og almenna keyrslu á veraldarvefnum eru:
Shake a fist - Hot Chip (UK)
I became a volunteer - Hot Chip (UK)
"Shake a fist" er öllu hressari en "I became a volunteer", þó að dýptin sé kannski öllu meiri í lagasmíðinni í því síðara. Hlakka til að heyra plötunna í febrúar. (lögin tvö eru að sjálfsögðu til hlustanar í spilaranum uppi hægra megin á síðunni)
[mæspeis] [offisjal heimasíða]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.