24.9.2007 | 16:15
Ga ga ga ga ga – Spoon [2007]
Sjötta breiđskífa indírokkaranna frá Austin, Texas kom út í sumar og hef ég veriđ ađ rúlla henni í gegn viđ og viđ. Hún greip mig alls ekki viđ fyrstu hlustun og hef ég ţurft ađ melta hana alveg síđan í júlímánuđi. Nú er svo komiđ ađ ég er farinn ađ fíla ţetta bara ansi vel. Ţetta eintak er virkilega vel unniđ, greinilega mikiđ lagt í ţetta og hafa Spoonverjar náđ ađ skapa sér nokkuđ sérstakt sánd. Lagiđ The ghost of you lingers (sem átti reyndar upphaflega ađ heita Ga ga ga ga ga) er hrein og tćr snilld, svo ég noti ţađ ofnotađa og leiđinlega orđ. Mér finnst skífan missa ađeins dampinn á seinni hlutanum en ţađ er eins og gengur og gerist í ţessum bransa. Fínt eintak hér á ferđ.
Hápunktar: The ghost of you lingers, Don´t make me a target og You got yr cherry bomb (ţiđ getiđ međ góđu móti hlustađ á lögin ţrjú í spilaranum hćgra megin á síđunni)
Einkunn: 7.5
Fróđleiksmoli: Lagiđ The Underdog er próduserađ af Jon nokkrum Brion. Jon er virtur pródúser í faginu og hefur m.a. unniđ međ Kanye West, Aimee Mann og Fiona Apple. Annars er restin af plötunni pródúseruđ af trommara Spoon, honum Jim Eno.
[mćspeis] [jútjúb The ghost of you lingers]
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, mér finnst ţessi plata bara ţónokkuđ góđ... tók mig líka svolítinn tíma ađ "ná" henni.
kristjangud (IP-tala skráđ) 24.9.2007 kl. 16:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.