27.7.2007 | 08:26
6 laga mixteip: akústískir andskotar
Ég hef alltaf verið mjög veikur fyrir flottum akústískum melódíum, þá aðallega þegar kassagítarinn spilar aðalhlutverkið. Hér koma nokkur ansi góð akústísk lög sem koma mér alltaf í gott skap og mikið jafnvægi. Þetta eru sannkallaðir akústískir andskotar. Bendi á að öll lögin eru hér í spilaranum til hægri til streymingar ->
Naked as we came Iron & Wine [af Our endless numbered days frá 2004]
Þjóðlagarokkarinn Sam Beam frá Flórída kallar sig Iron & Wine, þriðja breiðskífa hans er að koma út og er ég svona smám saman byrjaður að rúlla henni í gegn. Platan sem hann gaf út fyrir 3 árum er frábær og er þetta lag að finna þar. Gríðarlega hugljúft og fallegt lag.
Don´t think twice it´s alright Bob Dylan [af The Freewheelin Bob Dylan frá 1963]
Hvað getur maður sagt um eitt besta lag sem samið hefur verið? Þetta er af annarri breiðskífu Dylan og má segja að sú plata hafi komið honum almennilega á kortið, á henni eru aðeins tvær ábreiður á meðan á debjúplötunni voru aðeins tvö orginal Dylan lög.
Hér er mjög svo alternatív útgáfa af laginu frá árinu 1965.
Heartbeats - José González [af Veneer frá 2003]
Þetta lag er kannski hvað þekktast fyrir að vera í auglýsingunni með öllum skopparaboltunum(frá Sony Bravia) og er enginn vafi á því að sú ekspónering kom þessum ágæta tónlistarmanni á kortið. Hann José er fæddur í Gautaborg í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Argentínu. Platan Veneer kom út árið 2003 og gerði ágætis hluti en innan takmarkaðs hlustendahóps. Platan var endurútgefin í UK og USA árið 2005. Þetta lag, Heartbeats, er reyndar ábreiða tekin frá löndum hans í The Knife.
Hér má sjá hann José taka lagið en einnig er auglýsingunni frægu blandað við þetta (auðvitað!).
Wonderwall Ryan Adams [af Love is hell frá 2004]
Þetta ódauðlega lag með skítapésunum í Oasis öðlaðist nýtt líf þegar Ryan Adams tók það upp á sína arma. Hann fór fyrst að prófa að spila þetta læv árið 2001 og fékk svona líka frábær viðbrögð, lagið kom síðar út á plötunni Love is hell árið 2004. Það hafa svo sem margir reynt við þetta lag, hver man ekki eftir The Mike Flowers Pops árið 1995 með sína útgáfu af laginu, þeir náðu #2 á breska listanum! Sjá myndbandið hér. Allavega, útgáfa Ryan Adams af laginu er það góð að höfundurinn sjálfur, Noel Gallagher er farinn að spila þessa útgáfu þegar hann spilar læv. Gaman að því, enda er þessi útgáfa hreint mögnuð.
Hérna má sjá Ryan spila það læv í Atlanta árið 1996, ekki alveg eins gott og í spilaranum hér til hægri.
Heart of gold Neil Young [af Harvest frá 1972]
Einhvers staðar las ég að þetta lag væri eini #1 síngull Neil Young? Endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur. Lagið er frábært og af frábærri plötu sem hefur fengið að rúlla oft og mörgum sinnum í tækinu.
Hér má sjá Neil Young taka lagið læv í myndveri BBC í febrúar árið 1971. Hann tekur ca. 2 mínútur í að koma sér fyrir og spjalla aðeins, svo byrjar þetta.
The Shining Badly Drawn Boy [af Hour of Bewilderbest frá 2000]
Eitt af mínum allra allra uppáhalds, þetta lag er hreint og beint afbragð. Damon Gough kallar sig illa teiknaðan dreng, Badly Drawn Boy, og er mjög merkilegur tónlistarmaður. Þessi lágvaxni og þybbni maður með húfuna er frá Dunstable í Bedford-skíri og fór ekki auðveldu leiðina í bransanum. Hann byrjaði á að gefa út EP-plötur og dreifa þeim á meðal vina og ættingja, svo fór að spyrjast út að það var nokkuð í hann spunnið, þá fór hann að dreifa diskum á næturklúbba og aðra spilastaði. Á árunum 1995-1999 gaf hann út meira en fimm EP-plötur og sú síðasta Once around the block fengu hjólin til þessa að snúast. Breiðskífurnar eru í dag orðnar fimm, mjög misjafnar reyndar, en sú fyrsta (Hour of bewilderbeast) klárlega sú besta. Gough er mjög athyglisverður á tónleikum, keðjureykir, sötrar bjór og segir stundum of margar og of langar sögur.
Læv upptaka frá tónleikum BDB í The Royal Festival Hall árið 2004.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Viðskipti
- Blackbox Pizzeria lokað
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
Athugasemdir
Frábært framtak hjá þér, takk. Ég þekki nú Dylan og Young út og næstumþví í gegn, þeir eru þéttir - hina flytjendurna ,misþekkta, var gaman að kynnast hér á síðunni þinni. Svo velti ég því fyrir mér hvernig maður linkar YouTube svona inn á bloggið sitt. Þarf að gramsa í því og læra. Takk fyrir frábæra síðu.
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 27.7.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.