27.7.2007 | 08:26
6 laga mixteip: akústískir andskotar
Ég hef alltaf veriđ mjög veikur fyrir flottum akústískum melódíum, ţá ađallega ţegar kassagítarinn spilar ađalhlutverkiđ. Hér koma nokkur ansi góđ akústísk lög sem koma mér alltaf í gott skap og mikiđ jafnvćgi. Ţetta eru sannkallađir akústískir andskotar. Bendi á ađ öll lögin eru hér í spilaranum til hćgri til streymingar ->
Naked as we came Iron & Wine [af Our endless numbered days frá 2004]
Ţjóđlagarokkarinn Sam Beam frá Flórída kallar sig Iron & Wine, ţriđja breiđskífa hans er ađ koma út og er ég svona smám saman byrjađur ađ rúlla henni í gegn. Platan sem hann gaf út fyrir 3 árum er frábćr og er ţetta lag ađ finna ţar. Gríđarlega hugljúft og fallegt lag.
Don´t think twice it´s alright Bob Dylan [af The Freewheelin Bob Dylan frá 1963]
Hvađ getur mađur sagt um eitt besta lag sem samiđ hefur veriđ? Ţetta er af annarri breiđskífu Dylan og má segja ađ sú plata hafi komiđ honum almennilega á kortiđ, á henni eru ađeins tvćr ábreiđur á međan á debjúplötunni voru ađeins tvö orginal Dylan lög.
Hér er mjög svo alternatív útgáfa af laginu frá árinu 1965.
Heartbeats - José González [af Veneer frá 2003]
Ţetta lag er kannski hvađ ţekktast fyrir ađ vera í auglýsingunni međ öllum skopparaboltunum(frá Sony Bravia) og er enginn vafi á ţví ađ sú ekspónering kom ţessum ágćta tónlistarmanni á kortiđ. Hann José er fćddur í Gautaborg í Svíţjóđ en foreldrar hans eru frá Argentínu. Platan Veneer kom út áriđ 2003 og gerđi ágćtis hluti en innan takmarkađs hlustendahóps. Platan var endurútgefin í UK og USA áriđ 2005. Ţetta lag, Heartbeats, er reyndar ábreiđa tekin frá löndum hans í The Knife.
Hér má sjá hann José taka lagiđ en einnig er auglýsingunni frćgu blandađ viđ ţetta (auđvitađ!).
Wonderwall Ryan Adams [af Love is hell frá 2004]
Ţetta ódauđlega lag međ skítapésunum í Oasis öđlađist nýtt líf ţegar Ryan Adams tók ţađ upp á sína arma. Hann fór fyrst ađ prófa ađ spila ţetta lćv áriđ 2001 og fékk svona líka frábćr viđbrögđ, lagiđ kom síđar út á plötunni Love is hell áriđ 2004. Ţađ hafa svo sem margir reynt viđ ţetta lag, hver man ekki eftir The Mike Flowers Pops áriđ 1995 međ sína útgáfu af laginu, ţeir náđu #2 á breska listanum! Sjá myndbandiđ hér. Allavega, útgáfa Ryan Adams af laginu er ţađ góđ ađ höfundurinn sjálfur, Noel Gallagher er farinn ađ spila ţessa útgáfu ţegar hann spilar lćv. Gaman ađ ţví, enda er ţessi útgáfa hreint mögnuđ.
Hérna má sjá Ryan spila ţađ lćv í Atlanta áriđ 1996, ekki alveg eins gott og í spilaranum hér til hćgri.
Heart of gold Neil Young [af Harvest frá 1972]
Einhvers stađar las ég ađ ţetta lag vćri eini #1 síngull Neil Young? Endilega leiđréttiđ mig ef ţiđ vitiđ betur. Lagiđ er frábćrt og af frábćrri plötu sem hefur fengiđ ađ rúlla oft og mörgum sinnum í tćkinu.
Hér má sjá Neil Young taka lagiđ lćv í myndveri BBC í febrúar áriđ 1971. Hann tekur ca. 2 mínútur í ađ koma sér fyrir og spjalla ađeins, svo byrjar ţetta.
The Shining Badly Drawn Boy [af Hour of Bewilderbest frá 2000]
Eitt af mínum allra allra uppáhalds, ţetta lag er hreint og beint afbragđ. Damon Gough kallar sig illa teiknađan dreng, Badly Drawn Boy, og er mjög merkilegur tónlistarmađur. Ţessi lágvaxni og ţybbni mađur međ húfuna er frá Dunstable í Bedford-skíri og fór ekki auđveldu leiđina í bransanum. Hann byrjađi á ađ gefa út EP-plötur og dreifa ţeim á međal vina og ćttingja, svo fór ađ spyrjast út ađ ţađ var nokkuđ í hann spunniđ, ţá fór hann ađ dreifa diskum á nćturklúbba og ađra spilastađi. Á árunum 1995-1999 gaf hann út meira en fimm EP-plötur og sú síđasta Once around the block fengu hjólin til ţessa ađ snúast. Breiđskífurnar eru í dag orđnar fimm, mjög misjafnar reyndar, en sú fyrsta (Hour of bewilderbeast) klárlega sú besta. Gough er mjög athyglisverđur á tónleikum, keđjureykir, sötrar bjór og segir stundum of margar og of langar sögur.
Lćv upptaka frá tónleikum BDB í The Royal Festival Hall áriđ 2004.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábćrt framtak hjá ţér, takk. Ég ţekki nú Dylan og Young út og nćstumţví í gegn, ţeir eru ţéttir - hina flytjendurna ,misţekkta, var gaman ađ kynnast hér á síđunni ţinni. Svo velti ég ţví fyrir mér hvernig mađur linkar YouTube svona inn á bloggiđ sitt. Ţarf ađ gramsa í ţví og lćra. Takk fyrir frábćra síđu.
Sveinbjörn Kristinn Ţorkelsson, 27.7.2007 kl. 17:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.