8.7.2007 | 15:32
Getraun, hressandi 80s-myndband og Travis í hnotskurn
Á þessum ágæta sunnudegi hef ég þetta að segja:
Í hnotskurn: The boy with no name - Travis [2007]
Fyrir mér hafa Travis-menn alltaf verið frekar hlutlausir og meðfærilegir, það hefur aldrei farið mikið fyrir þeim. Þeir hafa náð einum og einum slagara í hæstu hæðir en þess á milli dottið niður. Fimmta breiðskífa Skotanna knáu er nýkomin út og í stuttu máli þá er akkúrat ekkert nýtt í henni, gamla góða Travis-sándið skín í gegn og eru Travis-aðdáendur eflaust himinlifandi með það. Hins vegar verða þeir fyrir vonbriðgum sem vonuðust eftir þroskaðra eintaki og að meðlimir sveitarinnar þyrðu að taka meiri áhættu í lagasmíðum sínum. Fyrri helmingur plötunnar er fínn, hvorki meira né minna, margar fínar lagasmíðar en svo hallar undan fæti og eftir stendur frekar gleymanleg plata.
Hápunktar: "Closer" og "Selfish Jean" (hlustið í spilaranum hér til hægri -->)
Einkunn: 6.0
Fróðleiksmoli: Nafnið á plötunni, The boy with no name, er þannig til komið að Fran Healy söngvari Travis sendi tölvupóst á vin sinn með mynd af nýfæddum syni sínum og var fyrirsögn póstsins einmitt, nafnlausi drengurinn.
[myspace] ["selfish jean"-myndband]
Hressandi myndband frá 9. áratugnum
Hvar man ekki eftir Bronski Beat? Röddin hans Jimmy Sommerville fer upp í rjáfur í þessu lagi. Meðlimir Bronski Beat vildu með þessu myndbandi vekja athygli á stöðu samkynhneigðra í Bretlandi, enda segir myndbandið frá sögu Jimmy sem kom ungur út úr skápnum. Þeir létu ekki þar við sitja, á fyrstu breiðskífu tríósins, "The age of consent", er að finna innan í plötuumslaginu lista yfir hin ýmsu lönd og hvert aldurstakmarkið er fyrir karlmenn að gera "hitt" með öðrum karlmanni í hverju landi fyrir sig. Með þessu vildu þeir sýna að aldurstakmarkið í UK, sem var þá 21 árs, væri of hátt miðað við hin löndin. Það er gott bít í þessu.
Getraun
Í spilaranum hér til hægri er að finna lag merkt: "xxxxx-xxxxx". Ég spyr, hvað heitir lagið og hver flytur? Þeir sem hafa áhuga geta kommentað hér fyrir neðan. Smá vísbending.... lagið er að finna á þessari plötu:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lagið er flutt af Neutral Milk, platan er In the Aeroplane over the sea og lagið heitir King of Carrot Flowers part 1. ... mjög spes texti.
egill (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.