Leita í fréttum mbl.is

Getraun, hressandi 80s-myndband og Travis í hnotskurn

Á þessum ágæta sunnudegi hef ég þetta að segja:

Í hnotskurn: The boy with no name - Travis [2007]
TbwnnFyrir mér hafa Travis-menn alltaf verið frekar hlutlausir og meðfærilegir, það hefur aldrei farið mikið fyrir þeim. Þeir hafa náð einum og einum slagara í hæstu hæðir en þess á milli dottið niður. Fimmta breiðskífa Skotanna knáu er nýkomin út og í stuttu máli þá er akkúrat ekkert nýtt í henni, gamla góða Travis-sándið skín í gegn og eru Travis-aðdáendur eflaust himinlifandi með það. Hins vegar verða þeir fyrir vonbriðgum sem vonuðust eftir þroskaðra eintaki og að meðlimir sveitarinnar þyrðu að taka meiri áhættu í lagasmíðum sínum. Fyrri helmingur plötunnar er fínn, hvorki meira né minna, margar fínar lagasmíðar en svo hallar undan fæti og eftir stendur frekar gleymanleg plata.

Hápunktar: "Closer" og "Selfish Jean" (hlustið í spilaranum hér til hægri -->)
Einkunn: 6.0

Fróðleiksmoli: Nafnið á plötunni, “The boy with no name”, er þannig til komið að Fran Healy söngvari Travis sendi tölvupóst á vin sinn með mynd af nýfæddum syni sínum og var fyrirsögn póstsins einmitt, nafnlausi drengurinn.

[myspace] ["selfish jean"-myndband]


Hressandi myndband frá 9. áratugnum
Hvar man ekki eftir Bronski Beat? Röddin hans Jimmy Sommerville fer upp í rjáfur í þessu lagi. Meðlimir Bronski Beat vildu með þessu myndbandi vekja athygli á stöðu samkynhneigðra í Bretlandi, enda segir myndbandið frá sögu Jimmy sem kom ungur út úr skápnum. Þeir létu ekki þar við sitja, á fyrstu breiðskífu tríósins, "The age of consent", er að finna innan í plötuumslaginu lista yfir hin ýmsu lönd og hvert aldurstakmarkið er fyrir karlmenn að gera "hitt" með öðrum karlmanni í hverju landi fyrir sig. Með þessu vildu þeir sýna að aldurstakmarkið í UK, sem var þá 21 árs, væri of hátt miðað við hin löndin. Það er gott bít í þessu.


Getraun

Í spilaranum hér til hægri er að finna lag merkt: "xxxxx-xxxxx". Ég spyr, hvað heitir lagið og hver flytur? Þeir sem hafa áhuga geta kommentað hér fyrir neðan. Smá vísbending.... lagið er að finna á þessari plötu:
albumcover080707


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lagið er flutt af Neutral Milk, platan er In the Aeroplane over the sea og lagið heitir King of Carrot Flowers part 1. ... mjög spes texti.

egill (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband