Leita í fréttum mbl.is

Mánudagsgrautur

Fjölbreyttur og næringaríkur grautur í upphafi vikunnar.

Elliott Smith – High times
200px-Elliott_Smith2Þetta lag, “High times”, er eitt af þeim fjölmörgu úr smiðju Elliott Smith heitins, sem enn ekki hafa komið út. Frábært lag sem varð til á árunum 1994-1997 og hann tók víst oft á tónleikum, lagið verður að finna á safnplötunni “New moon” sem kemur út á morgun, 8.maí, og gefin út af gamla “leibelnum” hans Elliott, Kill Rock Stars. Platan verður stútfull af sjaldgæfum upptökum sem og áður óútgefnu efni frá árunum ´94 til ´97. “Hight times” er rábært lag í anda Elliott Smith heitins. Njótið hér til hægri.

[Kill Rock Stars
 

Björk – Earth intruders
l_819e73bd03cd711d8f207d97533c74e5Platan “Volta” kom út í dag og spurning hvort maður skelli sér ekki á eitt eintak? Fyrsti síngullinn “Earth intruders” hefur fengið að hljóma núna í nokkrar vikur og venst bara hreint ágætlega. Hef heyrt 1-2 lög til viðbótar af plötunni og þau lofa góðu. Svo er hún að fá glimrandi dóma. “Earth intruders” er hér til hægri til streymingar.

[myspace]


CocoRosie – Rainbowarriors
cocorosieÞær systur, Sierra og Bianca, kalla sig CocoRosie og gáfu nýverið út sína fjórðu breiðskífu og ber hún heitið "The Adventures of Ghosthorse and Stillborn". Lagið “Rainbowarriors” er upphafslag plötunnar og það eina sem ég hef heyrt af henni. Þær stöllur hafa reyndar farið nett í taugarnar á mér í þó nokkurn tíma en það virðist vera að þoka aðeins til í þeim efnum. Platan hefur fengið misjafnar viðtökur en þetta lag er í fínu lagi og lofar góðu. Saga þessara systra er nokkuð merkileg og geta áhugasamir lesið nánar um það hér. Hlustið hér til hægri.

[myspace]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prufaðu að hlusta á lagið Beautiful Boyz með CocoRosie og Antony. Það er mjög gott lag og Antony gerir það betra. http://www.youtube.com/watch?v=yqDuxyGcFA8

Sigtryggur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: My Music

Já, það var einmitt þetta lag sem ég heyrði fyrst með þeim systrum, og er það nokkuð flott, sérstaklega þegar Antony kemur inn í þetta.

My Music, 9.5.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband