20.4.2007 | 10:06
Dönsk bylgja í uppsiglingu?
Það hafa átt sér stað ákveðin straumhvörf í danskri tónlist nú upp á síðkastið, þetta hefur verið að gerjast síðustu árin og vil ég meina að núna séu að spretta upp fleiri virkilega efnileg bönd en áður, bönd sem eiga örugglega eftir að gera góða hluti utan hinna dönsku landsteina.
Margir heima á klakanum þekkja auðvitað Junior Senior, Epo-555 og Powersolo, hljómsveitir sem allar hafa spilað á Airwaves og þær tvær síðastnefndu hafa spilað þó nokkrum sinnum heima. Þessar sveitir þykja vera underground (reyndar að Junior Senior undanskildum) í Danmörku og myndi hinn almenni Dani ekki þekkja þær ef hann yrði spurður úti á götu. Það heitasta hjá almenningi í Danmörku er eitthvað álíka skemmtilegt og frumlegt og það heitasta hjá fólkinu í landinu heima á Íslandi! Svo einfalt er það nú.
Ég vil kynna til sögunnar tvær sveitir sem eru að gera virkilega góða hluti í Danaveldi og vona ég innilega að tónlist þeirra fá að heyrast víðar t.d. á næstu Airwaves?
Slaraffenland
Fimm manna strákahópur frá Kaupmannahöfn, hafa nú þegar gefið út tvær breiðskífur og sú þriðja er á tröppunum: Private Cinema kemur út 15. maí í USA og Evrópu, gefin út af Home Records og danska Rumraket. Þeir voru á SXSW bransahátíðinni fyrir skemmstu og fengu glimrandi viðtökur.
Þeir hafa verið að fá þokkalega spilun í jaðartónlistarþáttum í Danmörku og hafa m.a. setið sem fastast í efsta sæti óháðs jaðartónlistarvinsældarlista í nokkrar vikur.
Tónlist Slaraffenland er mjög melódísk en að sama skapi afskaplega tilraunakennd.
Það eru tvö lög með Slaraffenland hér til hægri og bæði verða þau að finna á nýju plötunni.
- Poilaroids
- Watch out
Hér getið þið séð Slaraffenland live á hinu danska Spot-festivali á síðasta ári. Í ár spila m.a. Reykjavík! og Pétur Ben á þessari hátíð.
[Heimasíða] [Myspace]
Snake and Jets Amazing Bullit Band
Dúettinn með hið magnaða nafn samdi nýverið við danska plötuúgefandann Crunchy Frog, en þar eru á skrá m.a. Junior Senior, Epo-555 og Powersolo. Þeir hafa ekki enn gefið út plötu en lög þeirra hafa verið mjög vinsæl á netinu um þó nokkurt skeið. Eining hafa þeir vakið mikla athygli fyrir frábæra og líflega sviðsframkomu.
Frétti af því að þeir hefðu hitað upp fyrir íslensku Ghostigital á tónleikum þeirra í Kaupmannahöfn núna í síðasta mánuði.
Tónlistinni mætti lýsa sem hráu orgel-gítar-rokki með góðu bíti. Ég spái þessari sveit miklum frama.
Tvö lög með Snake and Jets hérna til hægri:
- Favourite
- Building Garbage Structures
Hér má sjá óklárað tónlistarmyndband við lagið 10 cities beyond.
[Heimasíða] [Myspace]
Fleira gott frá Danaveldi
Það er slatti af góðu stöffi í gangi hjá frændum okkar Dönum og ætla ég mér að dúndra inn fleiri dæmum við tækifæri.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Svo má nú ekki gleyma The Figurines og Nephew, það eru sko bönd í lagi.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.