17.4.2007 | 23:00
Ţrjú međ sama flytjandanum: Air
Franski indítróníski dúettinn Air hefur ávallt veriđ mér ađ skapi. Ţađ er mikil stemning og sérstakt andrúmsloft í tónlist ţeirra, sumir myndu flokka ţetta undir bakgrunnsmúsík enda kannski ekki furđa, tónlist Air hefur veriđ óspart notuđ í auglýsingum og sjónvarpsţáttum.... en ég vil meina ađ ţađ sé eitthvađ meira og miklu stćrra viđ ţennan dúett.
Ég á allar plötur ţeirra, ađ ţeirri nýjustu undanskilinni Pocket symphony - sem kom út í mars 2007 og hef ég ţví miđur ekki hlustađ á hana. Ađ velja bara ţrjú lög er náttúrulega ógjörningur en ég ćtla samt ađ reyna... ţetta eru ekki endilega BESTU ţrjú lögin ţeirra, ţetta eru allavega ţrjú lög sem ég hef tekiđ ástfóstri viđ. Ég ţarf vćntanlega ekki ađ taka ţađ fram ađ ţađ er auđvitađ hćgt ađ hlusta á lögin hér til hćgri ->
Kelly watch the stars af plötunni Moon Safari frá árinu 1999
Ţessi plata kom Air á kortiđ enda međ betri plötum tónlistarsögunnar, leyfi ég mér ađ fullyrđa! Margir muna eftir Sexy boy, All I need og Remember svo nokkur séu nefnd, og auđvitađ líka ţessu lagi.
How does it make you feel af plötunni 10.000 Legend frá árinu 2001
Ef kórusinn er ekki Bítl ţá veit ég ekki hvađ! Frábćrt lag af sćmilegri plötu reyndar, frekar dimmt eintak miđađ viđ fyrri verk Air-manna.
Venus af plötunni Talkie Walkie frá árinu 2004
Af fjórđu plötu dúettsins kemur ţetta huggulega og viđkunnalega lag. Platan er ansi góđ, öllu bjartari en sú ţriđja (10.000 Legend) en auđvitađ ekki jafn mikil snilld og sú fyrsta.
[Air á myspace] ţar er t.d.hćgt ađ heyra lagiđ Once upon a time af nýju plötunni "Pocket Symphony"
[Myndband] viđ lagiđ Playground love úr kvikmyndinni og af samnefndri plötu Virgin Suicides"
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.