13.4.2007 | 14:10
Modest Mouse og !!!
Er búinn að hlusta svolítið á tvær nýjar plötur að undanförnu, hérna koma stuttar pælingar mínar um þær.
Í hnotskurn: We Were Dead Before The Ship Even Sank - Modest Mouse [2007]
Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fyrst tók eftir Modest Mouse þegar lagið Float on gerði allt vitlaust fyrir nokkrum árum síðan. Sveitin er hins vegar rúmlega 11 ára gömul og er með 5 plötur á bakinu (að nýju plötunni meðtaldri). Hin sérstaki stíll Isaac Brocks hefur ekkert breyst þó hljómsveitin sé vinsælli en aldrei fyrr, sveitin hafi breyst frá því að vera annarar deildar 90s indíband í það að vera hljómsveit sem spiluð er á öllum helstu útvarpsstöðvum vítt og breitt um heiminn. Dashboard er klárlega hittari plötunnar, mjög í anda Float on, en sem betur fer er platan ekki algjörlega í þeim stíl, platan er í þeim stíl sem ég fíla við þá Modest Mouse-menn: þeir búa til mjög svo melódíska tónlist en jafnframt er hún einstaklega bitur, myrk og raunsæ veit ekki hvort þetta meikar einhvern sens? Gott eintak hér á ferð.
Hápunktar: Dashboard, Parting of the sensory og Fire it up. [Hlustið á lögin hér til hægri]
Einkunn: 8.0
Fróðleiksmoli: Johnny Marr, fyrrum gítarleikari The Smiths, er nýr meðlimur í Modest Mosue og þreytir hann frumraun sína á þessari plötu.
Myndband við lagið Dashboard
Ef þú manst ekki alveg hvernig Float on hljómaði, þá er myndband hér
Myspace
Í hnotskurn: Myth Takes - !!! [2007]
Hljómsveitin !!! (borið fram chk chk chk) er afar hressandi svo ekki meira sé sagt. Diskópönk, indítróníka og dansrokk, þannig væri hægt að lýsa þessari tónlist. Myth takes er þriðja breiðskífa sveitarinnar frá Sacramento í Bandaríkjunum. Fyrstu kynni mín af sveitinni er önnur breiðskífa þeirra, Louden up now frá árinu 2004, og ég skal viðurkenna það að ég þurfti að leggja mig allan fram við að hlusta, !!! eru mikið áreiti.
Á nýju plötunni finnst mér !!! hafa dempast aðeins í látunum og lögin miklu heilsteyptari. Ég get ímyndað mér að þeir séu magnaðir á tónleikum. Þessi plata er ekki fyrir hvern sem er, en það er eitthvað kúl við þetta !!!
Hápunktar: Must be the moon og Heart of hearts [Hlustið á lögin hér til hægri]
Einkunn: 7.0
Fróðleiksmoli: Titill plötunnar, Myth takes, er orðaleikur hjá !!!. Þetta á að vera framburður s-mæltra (þ-mæltra?) á Mistakes.
Vídjó af Must be the moon live í Torino fyrir rúmlega 2 vikum síðan
Myspace
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Íþróttir
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum
- Skortur á miðvörðum sem geta komist í landsliðsklassa
- Einn sá vinsælasti hættir á samfélagsmiðlum
Athugasemdir
Nú er bara spurningin hvort Modest Mose taki ekki bara James Mercer (úr The Shins) líka inn í bandið þar sem hann syngur í a.m.k tveimur lögum á plötunni...
kristjangud.blogspot.com (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:05
Fyndið. Ég er einmitt að hlusta á Fire it up núna. Fór á tónleika með þeim fyrir nokkrum vikum og þeir voru massa góðir.
Oddur Ólafsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.