Leita í fréttum mbl.is

Smog og aðeins meira sænskt

SmogSmog er af mörgum talinn óumdeilanlegur guðfaðir lo-fi tónlistarinnar. Ég er tiltölulega nýbúinn að uppgötva þennan merka snilling, reyndar er ég því miður bara búinn að verða mér úti um fjórar af alls tólf breiðskífum kappans, en ein þeirra sem ég komst yfir er “Dongs of sevotion” frá árinu 2000.

Það eru sérstaklega tvö lög af þessari plötu sem ég verð bara að deila með ykkur (og eru þau til hlustunar í tónlistarspilaranum hér til hægri):
- Bloodflow
- Dress sexy at my funeral

Smog er á sama “labeli” og t.d. Bonnie Prince Billy og Joanna Newsom – Drag City.
Hann heitir reyndar réttu nafni Bill Callahan og túraði hann víst á þessu ári undir því nafni – það er von á nýrri breiðskífu frá honum á næsta ári og þá undir nafninu Bill Callahan!

Fróðleiksmoli: Smog er blanda af reyk og þoku (smoke + fog = Smog).

Jens_LekmanVarðandi síðustu færslu um sænsku myndböndin tvö sem ég ákvað að deila með ykkur, þá skal ég játa það að ég hreinlega gleymdi að nefna Kent og Jens Lekman sem eitt af því fáa sem ég fíla af sænskri tónlist. Ekki hef ég hlustað mikið á Jenny Wilson.

Í tilefni af kommentunum við sænsku færslunni þá má ég til með að setja tvö stykki sænsk eðalmeti í tónlistarspilarann, bæði frá téðum Jens Lekman af safnplötunni (þrjár EP-plötur og einhver aukalög) “Oh, you are so silent Jens” frá því í fyrra:
- Black Cab
- Pocketful of money

Jens Lekman spilaði á Airwaves á þessu ári, kom í staðinn fyrir Jenny Wilson sem forfallaðist. Jens mætti einn síns liðs, vopnaður ukelele og þótt víst standa sig nokkuð vel. Hér getið þið séð hann taka “Black cab” á Airwaves.

Tenglar:
Jens Lekman á Myspace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Jens Lekman á Airwaves var skemmtilegur þó það hafi verið meira standup en músík, hefði eiginlega heldur viljað sjá Jenny Wilson sem er víða ofarlega á árslistum með Love & Youth. (Myndin af Jens er aftur á móti óþarflega stór hjá þér (um 3 MB). Þú ættir að lesa hana inn aftur og láta kerfið um að minnka hana fyrir þig (skala hana niður).)

Tek svo undir allt það gott sem sagt er um Bill Callahan sem var frábær í Fríkirkjunni. Dongs of Sevotion er fín plata og líka Red Apple Falls, Knock Knock og Wild Love. Stuttskífan Rock Bottom Riser, sem kom út á þessu ári gefur líka nýja sýn á A River Ain't too Much to Love frá síðasta ári.

Árni Matthíasson , 28.12.2006 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 673

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband