Leita í fréttum mbl.is

Surfin´ bird - The Trashmen

Þetta lag hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þetta er svo kúl lag en jafnframt mikil sýra að það nær ekki nokkurri átt.

Hljómsveitin The Trashmen er frá Minnesota og var stofnuð árið 1962. Þetta voru rokkarar en með nokkuð sérstaka áherslu miðað við staðsetningu (búsetu), þeir sungu um brimbretti og sólarstrendur en sóttu væntanlega ekki mikinn innblástur úr heimabyggðinni. Ári síðar, eða 1963, kom þetta lag eins og stormsveipur inn á ameríska vinsældarlistann og náði hæst fjórða sæti. Lagið var reyndar samsuða tveggja laga með ryþma- og blússveitinni The Rivingtons, þetta eru lögin "Papa-Oom-Mow-Mow" og "The Bird's the Word". Rusakarlarnir skrifuðu reyndar sjálfa sig fyrir laginu á fyrstu plötunni og voru Rivingtons eðlilega ekki par hrifin af því upptæki. Þau hótuðu öllu illu og fengu sínu framgengt, þ.e.a.s. Rivingtons eiga lagið "Surfin´bird". Það átti eftir að koma sér vel enda lagið mikið "koverað", m.a. af Ramones, Cramps og Beach Boys. Lagið kom líka fram í bíómyndum eins og "Pink Flamingos" (John Waters) og "Full Metal Jacket" (Stanley Kubrick).

Hér er "Papa-Oom-Mow-Mow" í flutningi Rivingtons en við heimatilbúið myndband einhvers "nöttara" í brúðuleikhúsleik. Hér er svo "The Bird's the Word" við annað heimagert myndband, alveg hreint ógleymanlega skemmtilegt en þó í flutningi Rivingtons.

Hér er svo lagið sjálft, "Surfin´bird" í flutningi The Trashmen en það sem fyrir augu ber í myndbandinu eru hinar ýmsu glefsur frá ferli sveitarinnar.



Bakhliðin á smáskífunni "Surfin´bird" var hið ágæta lag "King of surf", það má heyra hér og með smá kynningu af hinum geðþekka Music Mike.

The Trashmen lögðu upp laupana árið 1967 en náðu fram að því að gera nokkra hittara, þó engan í námunda við þá snilld sem er hér að ofan. Sveitin kom saman aftur í lok 80s og síðan stöku sinnum, við og við, við hin ýmsu tilefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband