Leita í fréttum mbl.is

Strawberry Jam - Animal Collective [2007]

Strawberry_jam_high_res_coverÁttunda breiðskífa Animal Collective-flokksins er hreint út sagt frábær! Fyrir mér er þetta þriðja breiðskífa sveitarinnar, ég kom fyrst um borð árið 2004 á plötunni "Sun tongs" sem mér finnst vera mjög góð, "Feels" kom svo árið 2005 og hana var ég ekki að fíla neitt sérstaklega. Sama ár kom út EP-platan "Prospect hummer" í samstarfi við költið Vashti Bunyan, ekki var það neitt spes.

Þessi plata, "Strawberry jam", er mögnuð frá upphafi til enda. Ég ætla að ganga svo langt að segja að þetta sé Pet Sounds okkar tíma. Þarf ég að segja eitthvað meira? Þetta er melódísk og ákaflega vel skipulögð ringulreið, stórbrotnar lagasmíðar, magnaðar útsetningar, sköpunargleði og ævintýramennska af dýrari sortinni, raddanir og raddútsetningar í "ruglinu" (þ.e. flottar)  - það er sko erfitt að setja verðmiða á þessa breiðskífu. Þetta er besta plata ársins til þessa (af þeim sem ég hef heyrt auðvitað!). Ef þú ætlar bara að kaupa þér eina plötu á þessu ári, kauptu þá "Strawberry Jam".

Hápunktar: "Peacebone", "For Reverend Green", "Fireworks" og "#1". (lögin eru öll í spilaranum hér hægra megin ->)

Einkunn: 9.5

Fróðeiksmoli: Avey Tare syngur megnið af lögunum á þessari plötu en vanalega skipta þeir félaganir, hann og Panda Bear, þessu þokkalega bróðurlega á milli sín. Þess má geta að Avey þessi, sem heitir reyndar David Portner, er giftur hinni íslensku Kristínu Önnu Valtýsdóttur. En Kristín var jú áður í Múm.

Vídjó: Animal Collective taka lagið "#1" í þætti Conan O'Brien.


[web] [mæspeis] [jútjúb]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stór orð... en ég held barasta að ég taki undir þau. Húrra fyrir Animal Collective

kristjangud (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:50

2 identicon

Ég á nú bágt með að taka undir að þetta sé Pet Sounds okkar tíma því svo góð er platan ekki. En hún er góð og vinnur á en svona tilraunapopp er ekki fyrir alla og sjálfsagt allt of strembið fyrir flesta.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband