Leita í fréttum mbl.is

Mother Mother

promoshotFélagi minn benti mér á þetta band nú á dögunum. Þau koma frá Vancouver í Kanada og hafa verið að geta sér góðs orðs jafnt og þétt að undanförnu. Ryan Guldemond var að vinna að sólóstöffi fyrir nokkrum árum en datt í hug að fá systur sína sem og menntaskólasystur til þess að syngja bakraddir fyrir sig. Tríóið kallaði sig Mother og spilaði nokkur akústísk gigg. Ryan fékk síðan tvo herramenn til viðbótar, einn á trommur og annan á bassa, og nú var komið bandið Mother Mother.

Sjálf gáfu þau út breiðskífu árið 2005 sem hét einfaldlega “Mother Mother” en þrátt fyrir að fá litla athygli þá fékk hún prýðis viðtökur hjá pressunni sem og hlustendum. Platan var svo endurútgefin núna í ár af kanadíska Last Gang Records (m.a. New Pornographers, Chromeo og Death from above 1979), nú hét skífan “Touch up” og bættu þau við nokkrum nýjum lögum sem ekki voru á nýju útgáfunni.

Tónlistin sem Mother Mother spilar er þannig séð einfaldlega índípopp, sumir myndu flokka þetta undir tyggjókúlupopp en mér finnst vera meiri dýpt í þessu en svo. Þau eru öll jazz- og/eða klassískt menntuð og bera lagasmíðarnar gæðalegann keim af því. Ég er að fíla þetta hressilega kanadíska popp, mæli með þessu.

Þrjú lög með Mother Mother eru í spilaranum hér til hægri:
- Touch up
- Dirty town
- Verbatim

[myspace] – þar er auðvitað hægt að hlusta á fleiri lög, mæli sérstaklega með “Legs away”.
[official web] – opinber heimasíða Mother Mother

Og hér er myndbandið við titillag plötunnar: “Touch up”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði bara að þakka þér fyrir að benda á þessa plötu,

hún er stórskemmtileg,

Arcade Fire, Scissor Sisters, Spilverkið og sitthvað fleira blandað saman (góðu partarnir þ.e.a.s.).

H (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 732

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband