Leita í fréttum mbl.is

Í hnotskurn: Neon bible - Arcade Fire [2007]

2730_img2Skelfilega góð plata hjá Arcade Fire. Mér fannst “The Funeral”, sem kom út árið 2004, alveg frábær og átti satt best að segja ekki von á öðru eins útspili frá þessum góða flokki Kanadamanna (og kvenna). Fyrstu fjögur lög plötunnar eru að mínum dómi hreint út sagt frábær, síðan dalar þetta aðeins en aldrei þannig að gæði plötunnar dvíni. Topp eintak!
Hápunktar: “Black mirror” og “Intervention”. (hlustið hér til hægri)
Einkunn: 8.0
[myspace]

Þrjú með sama flytjandanum – Kings of convenience
703261_356x237Þessir geðþekku Norsarar, Erlend Öye og Erik Böe, hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér allar götur síðan ég heyrði debjú-plötu þeirra “Quiet is the new loud” frá árinu 2001. Reyndar höfðu þeir árinu áður gefið út plötuna “Kings of convenience” hjá “labelinu” Kindercore, en það var ekki fyrr en að Astralwerks endurútgáfu plötuna ári síðar, undir öðru nafni og með þó nokkrum lagfæringum, að hjólin fóru að snúast.

Síðan koma þriggja ára hlé, Erlend eksperimentaði mikið með elektróníska tónlist, gaf út eina sólóplötu og DJ-aði mikið, á meðan Erik kláraði sálfræðinámið sitt. Árið 2004 kom síðan út platan “Riot on an empty street” sem að mínum er ekki eins góð og fyrsta platan, en góð engu að síður.

Ég veit ekki alveg stöðuna á dúettnum í dag, sá inná heimasíðu þeirra að þeir túruðu eitthvað síðasta sumar og eru að fara að spila í Mexíkó í næsta mánuði.

Lögin þrjú í spilaranum hér til hægri:
Winning a battle, losing a war (af Quiet is the new loud)
I don´t know what I can save you from (af Quiet is the new loud)
Homesick (af Riot on an empty street)
[myspace] [youtube – myndband við “Toxic girl”]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 659

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband