Leita í fréttum mbl.is

Windmill

windmill

Einn af þeim flytjendum sem hefur verið að vekja athygli mína (og margra annarra) að undanförnu er einsmanns-bandið Windmill. Matthew Thomas Dillon (Windmill) er 26 ára gamall Breti sem gaf út plötu á síðasta ári sem flestir létu fram hjá sér fara, "Puddle city racing lights", en það virðist vera sem bloggheimurinn sem og músíkpressan séu að taka við sér, og ég líka!

Tónlistin er nokkuð draum- og tilraunakennd, indí auðvitað og minnir svolítið á Mercury Rev og jafnvel líka eitthvað af Flaming Lips. Ég ætla að deila með ykkur tveimur tóndæmum með Windmill, en ég hef því miður ekki komist yfir plötuna en það styttist vonandi í það.

Tokyo moon - Windmill
Plastic preflight seats - Windmill

Lögin tvö eru auðvitað í spilaranum hér að ofan til hægri.

Röddin hans Matthew er ansi sérstök og það sem veldur mér smá áhyggjum er hvort maður endist að hlusta á heila plötu með röddina hans "uppí rassgati" allan tímann. Annars finnst mér þessi tvö lög mjög frambærileg, skemmtilega píanódrifið þjóðlagaskotið popp. Seinna lagið finnst mér virkilega gott, gæti alveg eins verið gamall 70s smellur. Við eigum örugglega eftir að heyra meira í þessum kauða.

Hér má svo sjá Windmill flytja lagið "Boarding lounges" læv í einhverjum sjónvarpsþætti, skemmtileg Jools Holland-eftirherma hjá Matthew þarna í byrjun.



Á mæspeisinu hans eru 5-6 lög til áheyrnar.

[Windmill á mæspeis]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: My Music

Og smá viðbót. Þeir sem hafa gaman að svona "túr-dokjúmentarís", þá er eina hressandi og heimatilbúna slíka að finna á mæspeisi Windmill, hér.

My Music, 11.3.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

My Music
My Music
Bloggað um tónlist.
Sendu mér línu: blogmymusic[at]gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 639

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband